27.12.2007 | 20:34
Frábær tími:)
Hæ allir! Mamma, pabbi og Árni komu LOKSINS í gær. Ég var aðeins of sein heim til að taka á móti þeim hérna (jón var aðeins á undan áætlun), þannig að þau sátu inni í stofu þegar við komum heim. Jón sagði strákunum að hann væri með smá óvænt, Kristófer fór í smá bakslag en Kormákur fór beint inn í stofu. Kormákur byrjaði á því að horfa á þau og svo rauk hann í fangið á afa sínum og gaf honum stórt knús, svo tóku amma og Árni við. Kristófer tók við sér þegar hann heyrði í þeim þá kíkti hann örlítið og rauk svo af stað. Það sem þeir voru hissa, þetta var frábært
.
Ég skil nú alveg að ykkur systrum mínum finnist skrítið að hafa þau ekki heima um áramótin, en við erum svo ánægð að hafa þau hjá okkur, hefðum helst vilja hafa báðar fjölskyldurnar hjá okkur. Við söknum allra mikið núna, þetta er auðvitað sá tími núna. En ég er viss um að allir eigi eftir að skemmta sér vel um áramótin og við ætlum að gera það líka
.
Í dag fórum við til útlanda, þar sem við keyptum freyðivín, bjór, rauðvín ofl. Við keyptum líka hluta af jólagjöfinni handa strákunum frá tengdó, við fengum alveg helling fyrir peninginn. Takk æðislega fyrir strákana. Árna bróðir tókst nú að finna eitthvað á sig, en honum fannst erfitt að versla í útlandinu og vill frekar gera það í Danmörku. Jóhanna mín, mamma keypti úlpuna á Ingimund í C&A, rosaflott, getur verið vesti líka
.
Jæja ég ætla að fá mé kaffi og Grand líka með hinum.
Kossar og knús
Bergþóra og co.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ!
Takk fyrir að kaupa úlpuna, bjóst nú ekki við að það yrði gert á fyrsta degi
Valgerður er að passa fyrir mig núna. Aðalheiður er með hósta og hita svo hún fór ekki í leikskóla í gær (enda frí) og ekki í dag. Ég var heima í gær en Valgerður er semsé að passa í dag þar sem allir eru í fríi eða veikir í vinnunni hjá Steina.
Vona að þið hafið það sem allra best (börnin mín eru núna farin að bíða eftir páskunum, Ingimundur tilkynnti að þeir væru sko ekki fyrr en á NÆSTA ári)
Elska ykkur Jóhanna
Jóhanna H. Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 10:19
Já ég var að passa fyrir Jóhönnu í gær og auðvitað passaði hún sig á því að koma ekki heim fyrr en dóttir hennar var búin að æla á gólfið og ég nýbúin að þrífa það;) hehehe
Ég fór svo í bæinn í gær og náði að skila og skipta því sem þurfti nema rúmteppinu frá tengdó, ætlum að gera það núna í dag. Svo ætlum við að reyna að kíkja á einhverja flugelda. Það er skúr bara hér rétt við hliðina á okkur þannig að við getum bara labbað þangað. Annaðhvort Jóhanna eða Steini ætla að koma með okkur.
Annars vonum við bara að þið hafið það sem allra best og við verðum í sambandi fljótlega.
Ástarkveðjur,
Valgerður og Halldór
Valgerður og Halldór (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.