2008:)

Nú þarf að venjast því að skrifa þetta. Það getur nú tekið sinn tíma fyrir sumaSmile.

Við áttum alveg frábært gamlárskvöld, við borðuðum Gæs og sprengdum fullt af flugeldum. Við fórum á göngutúr um hverfið og komumst að því að Danir sprengja ekkert minna heldur en ÍslendingarSmile. Annars var þetta bara rólegt kvöld, við horfðum nú á Íslenska áramótaskaupið í gegnum netið, og misstum því ekki af öllu (að vísu sáum við ekki restina af fjölskyldunni, enErrm). Eitt gullkorn frá Kristófer mínum. Kristófer teymdi mig inn í herbergið sitt rétt fyrir kl 12 og lagðist niður. "mamma mig vantar aðeins sæng, ég ætlað að leggja mig smá", "en Kristófer minn við erum að fara að sprengja meira rétt bráðum", "já ég veit, ég ætla aðeins að leggja mig, en þetta er búið að vera rosalega góður dagur", einn alveg búin á því, hann vaknaði ekki fyrr en 11:30 á nýjársdagGrin

Á nýjársdag var öllu tekið með ró og slappað vel af svona daginn áður en við keyrðum út á völl. Ég þurfti nú að vinna 2. jan, en það voru nú bara fjórir tímar. Það var svo brunað til Koben þegar ég var búin að vinnaSmile. Sú ferð gekk nú vel, en mig hlakkaði ekkert til að segja bless. Við röltum aðeins í bænum og fórum svo í Fields, þar náði Árni að kaupa sér fleiri myndir, þannig að hann var ánægður þegar þau fóru út á völlGrin. Ég komst samt að því að maður kemst í æfingu að segja bless, þó að það geti verið erfittBlush.

Ég er búin að vera heima veik í 2 daga núna (rosalega gaman), Jón fór í vinnu í gær en var sendur heim aftur kl 9, vegna skemmda á sporinu (hann er að vinna á lestarstöðinni í Arhus), það var bara sagt góða helgi. Hann er búin að vera rosalega duglegur hérna heima og taka niður allt jólaskrautiðSmile. Ég er búin að hjálpa aðeins, á milli þess sem ég lá upp í sófa og svaf. Ég er nú búin að vera að hressast í dag, þannig að þetta er ágætt. Við spiluðum Buzz við strákana og er stefnt á annan leik í kvöld (það er ekki hægt að láta Kormák alltaf vinna)Grin.

Jæja koss og knús, hafið það gott um helginaSmile.

Bergþóra og co

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað meinaru með að þú hafir ekki séð restina af fjölskyldunni? Þú sást okkur í gegnum skypið.

Annars vorum við að koma heim, fórum í mat til mömmu og pabba. Fengum asparssúpu og kalkún, svona þrettándamatur.

Svo settum við Íslandsmet í skyndilegri ákvarðanatöku í gærkvöldi (föstudagskvöldið). Vorum að horfa á fréttir og sáum umfjöllun um Bubba tónleikana og þegar fréttin var búin hringir tengdamamma og spyr hvort við ætlum ekki að fara. Æ okkur fannst þetta nú dáldið dýrt þannig að við vorum ekki alveg viss. Þá sagði Rebekk að við ættum bara að drífa okkur þar sem við gerum aldrei neitt og ekki eins og við eyðum miklum peningum í sígrettur eða áfengi eða eitthvað slíkt. Þannig kl. 19:21 voru keyptir miðar á tónleika sem byrjuðu kl. 20:00. Ég náði að fara í sturtu, klæða mig og mála mig aðeins og við vorum komin í Laugardalshöllina og sest niður kl. 19:55! Geri aðrir betur!

Þetta voru geðveikir tónleikar, Bubbi og Stórsveit Reykjavíkur. Raggi Bjarna og Garðar Thor Cortes voru þarna líka. Voða gaman. Tilbreyting á venjulegu föstudagskvöldi hjá okkur skötuhjúum;)

Svo tókum við niður jólaskrautið hjá okkur í dag, Jóhanna og mamma voru hálfhneykslaðar því jólin eru ekki búin fyrr en á morgun að þeirra mati og þá á ekki að taka niður jólaskrautið fyrr en þá. Við bara nenntum ekki að gera það á morgun. Eigum reyndar eftir að fara niður með kassana en það er ísí písí.

Jæja elskurnar, nóg í bili, förum kannski að blogga eitthvað og kannski fer ég að nenna að setja inn myndir frá Hawaii (kannski einhvern tímann bráðum...)

Ástarkveðjur,

Valgerður og Halldór

Valgerður og Halldór (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 01:26

2 identicon

p.s. endilega láttu þér batna, það er svo leiðinlegt að vera veikur :)

Valgerður og Halldór (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 01:27

3 identicon

p.p.s. smá mis í spurningakönnuninni þinni, þú ert ekki með neinn valmöguleika sem er 0-4999 kr. Við t.d. keyptum fyrir 2.500 en ég get ekki merkt við það:)

Valgerður (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 01:29

4 identicon

hæhæ og GLEÐILEGT ÁR

vona að þú hressist fljótt Bergþóra ekki gaman að byrja nýja árið á veikindum en þú ert þá kannski bara búin með þann pakkann þetta árið NEIIII ætli það en maður veit aldrei :0)

kær kveðja Ragna og allir hinir 

Ragna og Fjölskylda (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband