Helgarfærslan:)

Helgin hjá okkur er búin að vera róleg. Við kláruðum að fara með allt draslið á haugana eftir jólin, það er ekkert smá sem safnast af rusliErrm, við gátum ekki einu sinni tekið Kristófer með til að tæma bílinn, þannig að Jón þurfti að fara einn(hann hafði nú gott af því, hí, hí). Við skruppum til Horsens í gær á einhvern útsölumarkað, sem var að selja Sholl skó, garn ofl á 50% afslætti en það var ekki eitt einni krónu, ekki mikið varið í þaðSmile. Í dag fórum við svo upp í Give í heimsókn til Óla og Ástu, að sjálfsögðu var mikið kjaftað þar og stoppuðum við mikið lengur en við ætluðum, en alltaf gaman að koma þangaðSmile.

Við erum búin að vera að spila Buzz um helgina við strákana og mér gengur ekkert að vinna þettaTounge. Jón er nú búin að vera einu sinni í fyrsta sæti og var hann ekkert smá ánægður,"það er nú ekki hægt að Kormákur vinni alltaf", ég var að hjálpa Kristófer líka þannig að ég var í 3 sæti (ég ætla nú að vinna Jón einu sinni, það er alveg á hreinu)Grin.

Valgerður mín ég er búin að breyta könnuninni, þannig að nú getur þú merkt viðSmile. Frábært hjá ykkur að skella ykkur á þessa tónleika, hafa örugglega verið alveg frábærir. Þó að við sáum ykkur á skypinu, þá er það ekki það sama og sjá ykkur í eigin persónu (samt bjargar skypið miklu).

Jóhanna það eru allir að reyna að koma þessu púsli saman sem þið gáfuð Kormáki (en því miður þá vantar eitt púsl í hana), okkur Kormáki finnst þetta mjög erfitt (Kormákur samt betri en ég, þegar hann sest yfir þetta, hehe), Jón skilur aftur ekki á móti að þetta gangi svona hægt, því þegar hann sest yfir þetta þá skotgengur þettaGrin.

Jæja nú ætla ég að koma börnunum í rúmið. Munið að kvittaSmile.

Kossar og knús

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sælt veri fólkið ég vildi forvitnast um hvort þið væruð með einhver plön í vetrarfríinu í feb? ert þú kannski í skólanum Bergþóra? við vorum kannski að spá í að fá sumarhús lánað yfir seinni helgina og væri gaman að fá ykkur með :0) bara í afslöppun og góðan mat og spjall :0)    verðum bara í bandi þegar nær dregur en ég vildi nefna þetta snemma svo þið gætuð hugsað málið.

kær kveðja frá okkur í Silkeborg 

Ragna (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband