9.1.2008 | 20:31
HÆ!
Mig langar að byrja á því að óska honum Skúla Þór frænda innilega til hamingju með daginn, loksins orðin fjórtán ára
.
Annars er það sem af er vikunnar búið að vera bara alveg ágætt. Ég er búin að vera í innkalli í skólanum, það er nú búin að vera svolítil sóun á tíma, hefði örugglega lært meira með því að vinna. Í gær var ég á fyrirlestri sem fjallaði um siðferði og móral. Mér fannst ég ekki þurfa 3 tíma fyrirlestur um það sem ætti að vera "heilbrigð skynsemi", og þar fyrir utan talaði hún um yfirborðið en fór ekkert dýpra í þetta, þvílík sóun
. Svo fyrir utan þetta þá var ákveðið að vinna í hópnum mínum, og hvað varð úr því, EKKERT
. Þannig að ég ákvað að sóa ekki alveg þessum þremur dögum og kláraði verkefnið mitt í dag(held ég, vona ég).
Á mánudaginn hringdi ég í fyrirtækið sem leigir okkur íbúðina, vegna þess að í gær var 1 árs skoðun á íbúðinni. Ég hringdi til að fá ákveðinn tíma, en þetta er Danmörk og það virðist vera bara í lagi að láta fólk jafnvel taka sér frí frá vinnu heilan dag og bíða eftir að þeim þóknist að koma. Ég vildi nefnilega ekki afhenda lyklana mína til einhvers sem ég ekki þekki, en hann sagði að þeir hefðu rétt á að koma inn, ég sagði "já þið megið koma þegar ég er heima, þetta eru mínir persónulegu munir hér inni og hér fær enginn að vera nema við séum heima". Ég lét hann síðan bara vita að ég yrði heima um 11:30 og þeir væru velkomnir þá (alltaf sama frekjan í mér), þá hætti hann að vera fúll og Þakkaði fyrir
. Það virðist nú vera eitthvað sem þarf að laga, en það kemur í ljós seinna
.
Kormákur fór í fyrsta afmælið sitt hjá strák í bekknum hans, það var haldið í Legelandet, mjög skemmtilegur staður, mikið að gera og alveg rándýrt. Þetta er flottur staður að fara með strákana einhverja helgina og vera þar í nokkra tíma, það kostar nefnilega 300dkr fyrir okkur, það þarf að borga líka fyrir fullorðna sem sitja bara við borðin og horfa á börnin leika sér, þetta er samt eins og 3-4 ævintýralönd í Kringlunni, þannig að þetta er stórt svæði
.
Jæja þá er ég búin að setja inn nokkrar myndir frá des og fram yfir áramót.
Kossar og knús
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
jájá þetta tekur allt sinn tíma, þ.e. að setja myndir inn á síðuna okkar, það er bara meira en að segja það. Ég skal reyna að setja fleiri inn um helgina.
Knús og kossar
Valgerður
Valgerður (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 01:26
Takk fyrir að muna eftir skúla. Hann hélt uppá það í gær og svo aftur á morgunn
. Gunnlaugur er kominn með gleraugu og er mjög ánægður með þau.Hlakka til að hitta ykkur um páskana. Knús og kossar
Ragnheiður S
Ragnheiður S (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.