13.1.2008 | 18:56
Helgin:)
Er búin að vera svo róleg að það er ekki fyndið. Við byrjuðum föstudaginn á því að fara í vinnu og náðum svo í strákana í leikskóla og skóla. Kormákur fékk vin sinn með heim og spiluðu þeir Star Wars Battlefront í þessa 2 tíma sem vinur hans var hjá honum. Á meðan spiluðum ég, Jón og Kristófer i Buzz (mér tókst ekki að vinna þrátt fyrir að Kormákur væri ekki með). Þegar vinur hans Kormáks var farinn fórum við að elda, það var píta með PÍTUSÓSU í matinn, ekki seinna að vænna þar sem var búið að borða svo mikið af sósunni, en aldrei að hafa pítu, sósan kláraðist semsagt núna, en þetta var rosa gott
. Eftir matinn var bara slappað af og horft á sjónvarpið.
Í gær laugardag fór Kormákur til vinar síns og á meðan vorum við hjónin að taka til og þrífa. Um kvöldið var horft á Hákarlabeitu sem Kristófer fékk í jólagjöf frá Steinunni, Georg, börnum og hundum og borðað íslenskt nammi og popp, ekkert smá notó
.
Í dag var svo spilað smá Buzz og farið í heimsókn upp í Give. Þar fengum við kaffi og kökur og krakkarnir léku sér lengi. Takk fyrir okkur.
Jæja ég hef nú verið að spá upp á síðkastið hvort ættingjar okkar séu ennþá á lífi. Mig vantar semsagt einhver komment á hvað ég er að skrifa þannig að ég nenni þessu(ekki móðgun á þig Valgerður mín, þú ert mjög dugleg). Amalía mín takk fyrir kveðjuna, Kristófer var mjög ánægður.
Kossar og knús
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bergþòra min við mamma þìn vorum að skoða BLOGGIÐ og sàum að pìtusòsan var bùinn.ÞÙ færð pìtusòsu ì næstu sendingu.Kær kveðja Helgi.
Helgi (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 18:55
Kvitt
Jóhanna (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.