16.1.2008 | 21:31
Hæ!
Þá er síðasti leiðsagnarfundurinn búinn og gekk hann bara ágætlega. Það er eitthvað sem henni finnst ég þurfa að vinna með, en það er allt í lagi ég ætla ekki að vinna á svona leikskóla í framtíðinni, mér finnst taka of mikið á mig andlega að vinna með börnum sem eru bæði andlega og líkamlega fötluð, ég gæti alveg hugsað mér líkamlega fötluð en ekki andlega. Núna eru bara tveir dagar eftir og er ég mjög ánægð með það, þrátt fyrir að börnin eru æði er þetta er ekki fyrir mig. En ég fæ starfsnámið mitt samþykkt og fannst henni verkefnið mitt frábært
.
Það verður nú spennandi að byrja í skólanum aftur og sjá hvernig þetta verður, hvort ég verði áfram í sama hóp eða hvað gerist. Ég er núna búin að komast að því hvernig prófið verður í sumar. Við drögum einn miða og á honum stendur nafn á einu fagi sem við höfum verið í, við skrifum svo skýrslu um hvað við viljum tala. Það verða 4 dómarar sem við tölum við í 20 mín, eftir því er dæmt hvort við náum árinu eða ekki. Svo er það bara ég að draga í faginu sem ég skildi ekkert í.
Það er nú bara ekkert að frétta hjá okkur núna. Kormákur og Kristófer alltaf jafn ánægðir í skólanum og leikskólanum. Okkur hlakkar öllum voða til að koma heim um páskana og setti ég áminningu í símann hans Kormáks. Hann þarf jú að vita hvenær hann fær að hitta Ingimund og spila með honum í Playstation og leika
. Þeir eru núna að safna sér fyrir ferða dvd spilara til að taka með sér. Þeir hjálpa okkur að ganga frá eftir matinn og eru duglegir að taka til í herberginu sínu. Svo fá þeir pening í páskagjöf frá okkur í stað páskaeggs
. Svo er bara að vona að þetta gangi vel og að þeir verði búnir að fá allavega annan fyrir páska, þannig að þeir geti tekið hann með í lestina og flugvélina
.
http://www.campingdanmark.dk/pages/billedarkiv/vis_serie.asp?serieGuid=38340
Knús og kossar
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér
Jóhanna (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 14:56
Var nú bara rétt að byrja! Mér finnst ennþá ótrúlegt að þetta skuli vera hjólhýsi
Vildi bara segja ykkur að Ingimundur er að fara á fótboltamót kl.9:40 á sunnudagsmorguninn! Við þurfum að vera komin inn í Kópavog fyrir kl:10 á sunnudagsmorgni! Jæja við tökum a.m.k daginn snemma þá
.
Mamma var hérna áðan og við vorum að ákveða að fara í göngutúra saman kl.6:30 3svar í viku. Við ætlum að byrja á miðvikudaginn í næstu viku þar sem hún er að vinna mánudags- og þriðjudagsmorgna. En ég var að spá í að labba smá áður en Steini fer í Kópavoginn í kvöld þar sem ég er búin að vera stólaslitti í allan dag. Svaf meira og minna í allan morgun. Kannski er kvefið mitt að segja mér að slaka á en ég bara held að ég verði að komast aðeins út.
Jæja búin í bili
Ástarkveðja Jóhanna
Jóhanna (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.