Helgarskýrslan:)

Helgin fór nú öðruvísi en áætlað var, við ætluðum nú að gera eitthvað öðruvísi og skemmtilegt með strákunum. Á föstudagskvöldið kemur Kormákur til mín og segir "mamma, mér finnst eins og ég sé heitur, ég er kannski að verða veikur", " já, já Kormákur minn" segjum við bara, þú ert búin að horfa of mikið á sjónvarp, komdu ég mæli þig samt" greyið barnið komið með 38.4 í hitaBlush. Hann er semsagt búin að eyða helginni í veikindi og er ennþá með 39,4 í hitaFrown. Kristófer er ekkert of ánægður með það, hann vill endilega fara eitthvað en í staðin erum við búin að horfa á Spiderman3, spila Buzz, Monopoly, hvem er hvem ofl. Þannig að við erum búin að hafa nóg að gera.

Í gær vorum við með nautasteik að borða, en strákarnir ekkert smá ánægðir með það að pabbi þeirra fór og keypti barnabox á McDonalds handa þeim, hann keypti sjeik handa þeim með og Kristófer sagði "hei hvað er þetta" "smakkaðu bara", "mamma, ég vildi ekki fá ís til að drekka með hamborgaranum, halló", hehehehe, það fór góðmennskan hjá okkur í þetta skiptið, hann var svo hneykslaður að ég vissi ekki hvert hann ætlaðiLoL.

Planið það sem eftir er af þessum degi er að spila Buzz, skibo, horfa á góða mynd ofl. Heyrumst síðar og hafið það sem allra bestSmile.

Knús og kossar

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband