Drullumall:)

Þessi helgi er nú búin að vera svakalega róleg. Jón Óskar er búin að vera að vinna aðfaranótt laugardags og sunnudags, þannig að við strákarnir erum bara ekkert búin að gera. Í gær vorum við bara heima, bökuðum skúffuköku og sunnudagsbollur Sollu stirðu á meðan Jón Óskar svaf. Þetta var rosa gott að fá nýbakaðar bollur og skúffuköku í kaffinuTounge.

Í dag var heldur betur drullumall á strákunum okkar tveimSmile. Þeir fóru út að leika og pabbi þeirra segir þeim að vinnusvæðið hinum megin við bílastæðið sé bannað, þar sem það er svo mikil drulla. Ég segi þeim að sandurinn sé í lagi sem er þar, þeir megi bara ekki fara í drulluna við vinnusvæðið. Þeir rosalega glaðir og fara útGrin. Eftir langan tíma úti kemur Kormákur inn og kallar á pabba sinn. Jón Óskar fer út og sér þar Kristófer sitja fastan í DRULLUW00t. Jón Óskar var ekki mjög ánægður með syni sína þarna, sverðið hans Kristófers fljótandi í miðjum drullupolli og þeir svo hryllilega skítugir að annað eins hefur ekki sést á þessu heimiliTounge. Jæja við ákveðum að láta sverðið eiga sig í smá tíma og fórum í heimsókn upp í Give og tókum bakkelsi með okkurSmile. Þegar við komum heim ákveð ég sjálf að ná í sverðið, Jón var búin að segja að það væri mikil drulla þarna í kring, en að sjálfsögðu læt ég það ekki stoppa migLoL. Ég fer rosalega varlega og REYNI að passa mig að stíga ekki í drullu. Í skrefi númer tvö, hvað geri ég þá? SEKK Á KAF Í DRULLUW00t. Ég rétt stíg niður fætinum og sogast niður upp á miðjan kálfaFrown. Skórinn minn og buxurnar litu ekki mjög vel út eftir þetta ævintýriErrm. Kormákur spurði mig líka hvort að mér fyndist drullan ekki vera köld, honum hafi allavega fundist það þegar hann sökk og Kristófer var að draga hann uppGrin. Þetta ævintýri endaði svo á því að húsbóndinn bjargaði sverðinu úr drullupollinum og Kristófer rosa ánægður með það. Ég vona samt að þeir láti sér segjast og fari ekki þarna aftur, allavega fylgist ég vel því. Þetta getur verið svolítið hættulegt svæði að leika sér á þegar maður sekkur niðurWoundering.

Vonandi hafa allir átt góða helgi okkur leiddist allavega ekkiSmile.

Knús og kossar

Bergþóra og co

p.s Jóhanna ég skoðaði fréttina og skrifaði athugasemd við eitt bloggið þarna. Mér finnst fólk stundum svo neikvætt þegar það kemur eitthvað nýtt. Þú mátt óska öllum til hamingju með þetta frá mér, mér finnst þetta sniðugt og flott. Hlakka til að sjá þetta um páskana þegar við komum heimLoL. Ég sagði mömmu í dag að við færum í sumarbústað bráðum eina helgi og ég frétti að Ingimundur og þið væruð að fara í "vetrarbústað", að það væri vetur og þá færi maður í vetrarbústað en ekki sumarbústaðGrin. Þetta var gott hjá þér Ingimundur, þú ert algjör gullmoliKissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HAHAHAHAHA veistu Bergþóra ég sé þetta drullumall ALVEG fyrir mér HAHAHA ég vona bara að það sé ekki svona svæði hjá sumarbústaðnum þar sem hún Margrét okkar getur sko líka fundið uppá ÝMSU HIHI.en það er vonandi að þeir hafi lært af þessu :) og gott að sverðið bjargaðist :)

kær kveðja frá SILKEBORG 

Ragna og Fjölskylda (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 12:46

2 identicon

Hæ elskan ætlaði að reyna setja fleiri myndir inn á bloggið okkar og skrifa einhverja færslu af því að ég er veik heima. Fékk eitthvað í hálsinn í gærkvöldi, ömurlegt.

En síðan okkar er ekki alveg að meika það. Hún er eitthvað mis.

Veit ekki hvort ég nenni að setja inn fleiri myndir í bili. Þið verðið bara að koma og skoða þær betur þegar þið komið heim.

Kveðja,

Valgerður og Halldór

Valgerður og Halldór (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband