31.1.2008 | 15:17
Frí á morgun:)
Já það er frí í skólanum hjá mér á morgun. En maður verður nú samt ekki í fríi, nóg að lesa fyrir mánudag, tiltekt ofl. Ég ætla nefnilega að eiga frí frá öllu svoleiðis um helgina og gera eitthvað sniðugt með strákunum mínum
.
Kormákur telur niður dagana i festelavns party sem við erum að fara í, í skólanum hans 5. feb. Þetta er eins og öskudagurinn og bolludagurinn heima. Á þessum degi er kötturinn slegin úr tunnunni og borðaðar festelavnsboller, sem eru bara rjómabollur(en ekki eins og við erum vön á Íslandi). Við ætlum að baka einhverjar vatnsdeigsbollur handa okkur um helgina, þannig að við fáum íslenskar bollur líka, allveg ómissandi. Það sem mér finnst verst það er það að ég fæ engar baunir og ekkert saltkjöt á sprengidaginn
. Mamma mín þú verður bara að hafa annan sprengidag handa mér þegar við komum til Íslands
.
Kormákur telur líka niður dagana þar til við komum heim því að hann saknar GÖMLU GÓÐU DAGANA Á ÍSLANDI. Ég vissi ekki hvert við ætluðum þegar hann sagði þetta, hann var svo alvarlegur, algjör dúlla, það var svo erfitt að halda andlitinu
.
Jæja við heyrumst seinna elskurnar.
Kossar og knús
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við komum til með að fá okkur ekta íslenskar bollur, nenenenenene
. Ingimundur verður með 100 daga hátíð á miðvikudaginn þar sem þau eru þá búin að vera 100 daga í skólanum!
Kveðja Jóhanna
Jóhanna (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 10:03
Já gömlu góðu dagarnir eru bestir hér heima:) Við fáum saltkjöt og baunir í vinnunni. Mamma ætlar að gera einhverjar bollur þannig að við rænum einhverjum þar.
kv
Valgerður og Halldór
Valgerður og Halldór (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.