Vetrarfrí:)

Ég er komin í vetrarfrí,jeiiiiiiiiTounge. Já ég er bara komin í frí, ég var í skólanum til 11 í morgun og var þá komin í frí. Ég fór nú bara heim og tók til og gerði mest allt voða fínt (klára restina á morgun). Strákarnir fara í skóla og leikskóla á morgun og svo eru þeir komnir í frí. Kormákur fer í sund með gæslunni á morgun, en þau eru farin að bjóða upp á það á hverjum föstudegiSmile. Kormáki finnst það nú ekki leiðinlegt, en það þýðir líka það að ég næ ekki í hann fyrr en að verða 16, í stað 13-14, en þetta er gaman fyrir hann og það er fyrir mestuGrin.

Vikan hjá okkur hefur annars bara verið róleg, ég er búin að vera mjög lítið í skólanum, en Jón er alltaf að vinna frameftir núna. Þeir eru meira að segja að spá í að mæta í vinnu á þriðjudagsmorgun kl 06 og vinna til 06 á miðvikudagsmorgunErrm. Er þetta hollt eða hvað (mér finnst nú samt ágætt að fá peninginnBlush). Maðurinn minn er nú svo duglegur að hann fer létt með þetta, allavega ef ég verð rosa góð og leyfi honum að sofa lengi á miðvikudagGrin. Kannski ég fari þá bara með strákana í Legeland, þar sem við getum þá bara verið og leikið okkur á meðan Jón sefur, ekki slæmt þaðLoL.

Jæja elskur, alltaf smá fréttir fyrir helgina og svo fáið þið að heyra hvernig helgin fór hjá okkur síðar. Ég er viss um að allir bíði spenntir fyrir framan tölvuna á sunnudaginn, heheheheheLoL. Takk fyrir að vera svona dugleg að kvitta núna, ég er ekkert smá ánægð með ykkurTounge´.

Kossar og knús

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En ert þú búin að kíkja á tölvupóstinn þinn!

Jóhanna (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 09:35

2 identicon

Sælar og gleðilegt vetrafrí. Ég er líka komin í vetrafrí og ætla að vera svo dugleg í vetrafríinu. Ég bíð spennt að lesa hvað þú gerir um helgina :). Ég vildi bara kvitta svo ég geti sagt að ég kvitti líka einhverstaðar haha:).

Ásta og Óli i Give (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband