Festelavn er mit navn

boller vil jeg have. Hvis jeg ingen boller får, så laver jeg ballede.

Boller op, boller ned, boller i min mave, hvis jeg ingen boller får, så laver jeg ballede.

Þetta var sungið á meðan kötturinn var sleginn úr tunnunni í skólanum hjá Kormáki. Ég gleymdi að segja ykkur frá þessu í gær þegar ég var að bloggaBlush.

Á mánudaginn fór Kristófer upp á klæddur í leikskólann sinn þar sem var svona öskudagsball þar. Hann var superman, svaka flotturGrin. Hann sagði svo við mig þegar hann kom heim "mamma, ég sló þig í festelavn" "Hvað meinar þú elskan mín" sagði ég alveg hissa, "já, mannst þú að ég málaði þig á tunnuna þegar við vorum að skreyta hana" "já, alveg rétt, ég var búin að gleyma því", "já, þess vegna sló ég þig". Ég hló bara og sagði að þetta væri nú í lagi, þetta var nú bara tunna og svo hlógum við bæðiGrin.

Á þriðjudaginn fórum við svo með Kormáki í hans Festelavn, það var milli 18 - 20. Þegar við komum þar er kallað á alla krakkana að koma niður og gera sig klára til að marsera um salinn og slá svo köttinn úr tunnunni. Þegar kötturinn hafði verið slegin fengu öll börnin flodeboller (svona kossa, eins og við köllum það). Síðan var farið í allskonar leiki og dansað. Þetta var svaka gaman og var Kormákur himinlifandi þegar þetta var búið. Þeir bræður voru mest svekktir yfir því að þurfa að fara að sofa fljótlega eftir að þeir komu heim. Kormákur velti nú mikið fyrir sér að það var ekkert nammi inn í tunnunni, heldur voru bara dagblöð og svo var namminu dreift eftir á. Ég sagði "já, það er nú kannski ekki skrýtið, getur þú ímyndað þér hvernig kossarnir hefðu verið ef þeir væru inn í", hann hló og sagði "það hefði nú kannski ekki verið svo gott" Tounge.

Kossar og knús

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband