Helgin búin..

en ekki vetrarfríið, heheheLoL. Hann Jón minn var nú frekar hissa á konunni sinni í gær að leyfa strákunum að vaka lengur. Ég sagði að mér finnist nú allt í lagi að þeir fengu að vaka aðeins lengur þar sem við værum í fríi, "ÆI, af hverju fá alltaf allir frí nema ég", "svona er þetta elskan, eins og þú segir það þarf einhver að vinna fyrir peningunum sem ég eyði"Smile. Hann fær nú að taka sér einn frídag í vikunni vegna þess að ég er svo góð og mér finnst það alveg nóg fyrir hannWhistling(bara smá grín).

Annars viljið þið kannski fá að vita hvað við gerðum um helgina, hmm ég get nú sagt ykkur eitthvað smá.  Á föstudaginn lét Jón það eftir konunni sinni að kíkja í húsgagnaverslun, þar sem ég er alltaf að láta mig dreyma um nýjan sófa. Við fórum síðan á Makkan og fengum okkur að borða, Kormákur sagði við mig "mamma ég er að hugsa um að fá mér Big Tasty", "nú" sagði ég voða hissa, "já ég er orðin svo stór að barnabox er ekkert nóg fyrir mig", viti menn hann kláraði næstum allan hamborgarann og megnið af frönskunum, ég var ekkert smá hissa, hann borðaði sko meira en égWoundering.

Laugardagurinn tók óvænta stefnu, við ætluðum að labba aðeins niður í bæ og kíkja á göngugötuna, en ekki að eiða neinu. Kormákur kemur svo til mín rétt áður en við förum "mamma, Sjáðu buxurnar mínar", "aaarrrrggggg", það var risa gat á rassinum á buxunum, nýjar buxur (keyptar í C&A 27. des), þetta var ekki einu sinni saumspretta, og svo sá ég að buxurnar sem hann var í voru að koma upp fyrir ökkla (keyptar síðasta sumar), þannig að við þurftum að kaupa buxur á barnið. Við fórum þá að sjálfsögðu í H&M og keyptum þar föt á Kormák, Kristófer og Jón, en frúin náði bara að kaupa sér sokkaSmile. Við horfðum svo saman á Harry Potter og Fönixreglan um kvöldið, hún var mjög skemmtilegSmile.

Á sunnudaginn lentum við upp í Give til Óla og Ástu, þar var að sjálfsögðu kjaftað helling. Ásta var líka búin að vera svo myndarleg að baka 4 tertur, þannig að það var bara veisla. Takk fyrir kaffið og kökurnar, þetta var frábærtGrin. Við rúntuðum svo framhjá einu húsi, sem við vorum að spá í hvort við gætum fengið að leigja í staðin fyrir að kaupa (á nefnilega ekki pening til að kaupa), þetta er ágætt hús, þarf að vísu að taka garðinn í gegn, en ég hef nú bara áhyggjur af því ef ég fæ það. Leyfi ykkur að fylgjast meðSmile.

Jæja svona var nú helgin okkar núna í þetta sinn.

Kossar og knús

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir komuna og verði ykkur að góðu. Vonandi gengur vel hjá ykkur að fá húsið og ég var að kíkja í Give avis og það var ekkert þar í dag. Ég er alltaf að reyna að finna mér tíma til að koma í kaffi til þín en eins og þú veist þegar maður ætlar að gera eitthvað þá kemur alltaf eitthvað annað en þetta kemur ég ætla að koma í vikunni :). Jæja ég ætlaði bara að kvitta og segja hæ og verði ykkur að góðu. Kær kveðja Ásta i Give

Ásta og Óli (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 10:28

2 identicon

Hallò hallò hallò.Hvernig er hægt að lenda uppì Give.Èg sè að það hefur verið  mikið að gera um helgina.þEGAR Kormàkur er farinn að borða meira en mamma sin.Þà er nu mikið sagt.Annars er èg að klàra að ganga frà ì kringum hurðarnar og setja gòlflista i ganginum,eldhùsinu og stofunni.Við byðjum að heilsa ykkur.

Helgi (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 17:36

3 identicon

Við byðjum að heilsa.

GHÀ (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband