Komin heim úr sumarbústað...

OG vetrarfríið á endaFrown. Já það er fljótt að líða þetta frí, mér finnst alveg að það mætti vera aðeins lengraErrm. Ennnn... þetta er búið að vera gott frí, á miðvikudaginn fór ég með strákana í bíó í Kolding storcenter, við sáum Bee movie, við gátum sko alveg hlegið yfir henni, eiginlega bara hellingLoLLoL.

Á fimmtudag byrjuðum við að baka kanilsnúða og vínarbrauð, þar sem það er fastur liður þegar við förum í sumarbústað eða útileguSmile. Við fengum svo Ástu og Charlottu í heimsókn til okkar, að sjálfsögðu skemmtum við okkur vel og töluðum mikiðTounge. Þegar Jón kom svo heim var kláruðum við að gera okkur klár, setja í bílinn og bruna af stað, það var orðinn mjög mikill spenningur hjá strákunum og voru þeir MJÖG duglegir að hjálpa okkur að setja út í bílWink. Þeim hlakkaði svo til, því að við fórum með Rögnu, Kristni, Margréti og Bjarna litla, þetta var bústaður sem þau fengu lánaðan og voru svo góð að bjóða okkur með. Jæja, þegar við komum í bústaðinn var bara kalt og okkur tókst ekki einu sinni að hita upp í honum, nema í stofunni því að þar var kapissaGrin, það var nú reyndar bara notóSmile.

Á föstudaginn fórum við í göngu niður á strönd að tína skeljar og steina, það var ekkert smá gaman hjá krökkunum og hundinum þar, þau hlupu út um allt, sulluðu aðeins í sjónum og tíndu slatta af steinum og skeljum. Eftir fjöruferðina fórum við í brjóstsykursgerð, þar máttu börnin búa til sinn eigin sleikjó ef þau vildu (okkar gerðu það ekki), við keyptum samt smá smakk af steinabrjóstsykri (líta út eins og steinar, ég fattaði ekki einu sinni að þetta var nammiSmile) og ís, þá voru allir sáttir og við fórum í bústaðinn aftur.

Á laugardaginn fóru Jón og Kristinn með strákana og Margréti í sund, þar voru þau í einhverja 3 eða 4 tíma, svaka fjör, fullt af rennibrautum og fjöriGrin. Kristófer var líka búin á því þegar þau komu til baka og svaka svangurSleepingSmile. Á meðan þau voru í sundi, sátum við Ragna og kjöftuðum út í eitt og Bjarni litli svaf, ekkert smá kósý hjá okkurGrin. Annars gekk ferðin út á það að spila, borða góðan mat og hafa gaman. Við skemmtum okkur allavega mjög vel. Takk æðislega fyrir okkurKissing.

Jæja á morgun tekur svo alvaran við aftur í skóla, leikskóla og vinnu. Ég er svo að spá í að læsa síðunni, sendi þá einhverjum e-mail með lykilorðinu, ef ég gleymi einhverjum þá sendið þið mér bara línu og ég reyni að bæta úr þvíSmile.

Kossar og knús

Bergþóra og co.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband