19.2.2008 | 10:37
Danir furðulegir:)(
Ég var svo yfir mig hissa í gær á Dönum, en það er kannski ekkert nýtt, ég allavega verð að segja ykkur frá þessu.
Ég fór í gær að kaupa rúðuþurrkur á bílinn minn, allt í lagi, hefur aldrei verið vandamál fyrir mig þar sem ég hef gengið inn á bensínstöð þarna heima á Íslandi og þessar elskur þar bara farið út náð í gömlu þurrkuna og skipt. Hérna fór ég inn í svona búð sem er eins og Bílanaust eða N1 eða hvað þetta heitir. Þar sátu þrír menn og horfðu á mig og tölvuna til skiptis, ég ákvað að segja ekki neitt þar sem mér var ekki einu sinni boðið góðan daginn þegar ég kem inn. Eftir langar 3-5 mín, kemur einn og spyr hvort hann geti hjálpað mér, ég týpísk stelpa (í þetta skipti),"ég næ ekki rúðuþurrkunni af bílnum, getur þú hjálpað mér" segi ég og brosi voða blítt til hans, hann lítur á mig eins og ég sé að koma af fjöllum og segir svo við annan strák sem var greinilega bílstjóri hjá þeim " getur þú farið út og hjálpað dömunni", letin var semsagt of mikil hjá honum til að koma út og hjálpa mér. Allt í lagi þessi strákur nær rúðuþurrkunni af og ég fer inn að ath hvort þeir eigi rétta þurrku. Þar stend ég eins og hálfviti og er að reyna að mæla þetta, þar til ég bið annan um aðstoð, hann slær þessu upp í tölvunni og er ekki lengi að finna þetta. Síðan þegar ég spyr hvernig þetta eigi að vera þegar ég sit þetta á, fæ ég að vita að hann kunni þetta ekki, hann er ekki bilvélavirki, ég eigi bara að fara með bílinn á verkstæði, aarrrggggg
, út af einu þurrkublaði. Ég reyni að setja þetta sjálf á, en þar sem ég hef aldrei gert þetta áður þorði ég ekki að taka á þessu, þannig að ég ákveð að maðurinn minn fái að gera þetta þegar hann kemur heim. Þessi elska fer út, kemur inn aftur eftir kannski 2 mín og þá er hann búinn
. Þetta var semsagt ekki mikið mál.
Jæja annað dæmi. Ég fór að ná í hann Kormák í skólann í gær og var búin að biðja hann um að spyrja eftir peysu sem hann hafði gleymt þar. Hann fékk þessa peysu í jólagjöf frá mömmu og pabba og vildi ég finna hana. Venjulega sé ég strax ef eitthvað vantar en í þessu tilfelli fór það framhjá mér og ég veit ekkert hvenær hann fór í henni. Hann var að sjálfsögðu of upptekinn að leika sér í skólanum til að spyrja um peysuna. Ég tala því við eina konu í gæslunni og hún segir að það sé bara þessi kassi sem er þarna, þar finn ég húfu af barninu sem ég var búin að kíkja mörgum sinnum eftir í þessum kassa. Ég fæ síðan lykil hjá henni til að labba inn á ganginn þar sem stofan hans er og ath hvort hún sé þar. Í lokinn (3skiptið) þegar ég kem til hennar segi ég"það hlýtur að vara annar staður fyrir óskilaföt, ekki bara þessi litli kassi", jú þá kemur í ljós að það sé kjallari líka (arg, ég var bara búin að spyrja nokkrum sinnum, um leið og ég fékk lykilinn og var að leita í þessum kassa), þannig að við máttum labba aftur til baka upp í gang nr2 og þar niður og eitthvað... NEI, NEI hvað sé ég peysan liggur þar á þessu borði. Við leituðum í 30 mín af þessari peysu, því að hún var svo upptekinn að hún gat ekki sagt okkur frá þessu strax
.
Mér finnst alveg furðulegt hvað allt virðist vera erfitt hérna hjá dönum, þetta er ekki í mínum verkahring, farðu eitthvað annað, eða þá að það þarf að draga allt upp úr þeim til að fá upplýsingar. Furðulegt lið, en hér ætla ég að búa í einhver ár í viðbót, þannig að ég verð að læra á þá.
Guðrún mín, ég verð því miður ekki heima um mánaðarmótin, kem aðeins seinna, bið samt að heilsa öllum.
Kossar og knús
Bergþóra
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það jafnast ekkert á við okkur Íslendingana hihihiih við erum best !!!!!
Knús esskan
Birna (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.