24.2.2008 | 21:35
Helgin:)
Er búin að vera frábær hjá okkur. Fyrir utan það að Fordin er bilaður og við fáum ekki tíma fyrr en á föstudag
, ég get að vísu keyrt hann í skólann og með strákana, en við þorum ekki mikið meir
.
Við skelltum okkur út að borða á föstudaginn, fórum á Jensens Bofhus, klikkar aldrei. Reyndar fannst mér svolítið fyndið að það var eins og þjónninn okkar væri að flýta sér. Við vorum varla sest niður þegar hún spurði hvað við vildum drekka (ég var ekki komin úr úlpunni), þegar við fáum drykkina stuttu seinna vill hún vita hvort við værum búin að ákveða okkur, NEI, NEI ekki strax,pöntuðum samt forrétt þá. Við biðum svo ekki lengi eftir matnum og strákarnir hámuðu matinn í sig til að geta fengið ís í eftirrétt
. Þegar þeir voru ný búnir að kyngja ísnum, spurði hún okkur hvort við vildum reikninginn. Ég skellihló, og sagði svo við Jón"heldur þú að hún vilji losna við okkur". Ég tek það samt fram að strákarnir voru æði og við urðum varla vör við þá þarna
. Við vorum í rétt rúman klukkutíma, hef aldrei verið svona fljót úti að borða(fyrir utan Mc Donalds eða eitthvað þannig)
. Eftir þetta fórum við bara heim og höfðum það kósý
.
Í gær fórum við á sýningu sem heitir "Frí fyrir alla", þetta var ekkert smá sýning. Það voru bara 4 stórir salir bara með hjólhýsum og húsbílum, Fyrir utan salina með ferðaskrifstofum fyrir gólfferðir, sólarferðir og svo útilegur. Á sýningunni sáum við hjólhýsi á tveimur hæðum. Við fórum að vísu ekki inn í það, þar sem það var lágmark 40 mín biðröð, en þetta var voða flott það sem við sáum, það var með svölum og allt
. Á sýningunni var líka stórt og flott leiksvæði fyrir krakkana, sandkassi, hoppukastalar og dýnur, hjólabílar ofl, það var líka já sundlaug (við vorum að vísu ekki með sundföt)
. Þessi sýning var mjög flott og við fengum "nokkra bæklinga" til að finna út hvað við ætlum að gera í sumar
. Þegar við komum heim fengum við okkur SS pylsur og Myllu pylsubrauð og horfðum svo saman í Incredibles (kann ekki að skrifa þetta)
.
Í dag var svo farið á Antikmarkað þar sem frúin á heimilinu er alltaf að leita sér að fimm arma kertastjaka (fann hann samt ekki núna), hann var voða lítill og var því fljótt yfirfarinn. Við ákváðum síðan að fara í Madsbyparken þar sem við slepptum dýrunum lausum og fengum okkur nesti. Þarna hlupu þeir um, renndu sér í rennibrautum, klifruðu í trjám, skoðuðum nokkur dýr ofl. Þetta var voða gaman og skemmtu sér allir svaka vel (Jóni fannst að vísu eitthvað kalt
, skil það ekki
).
Við Jón kölluðum á Kormák í morgun til að spila UNO, hann mátti nú varla vera að því og var ekki lengi að vinna og fara aftur inn að leika sér. Við hjónin ákváðum því að spila eitt SKIP-BO, fórum alveg eftir reglunum og höfðum 30 spil í bunkanum okkar.(það þekkja örugglega ekki allir þetta spil, en þeir sem það gera vita hvað ég er að meina). Þetta litla spil okkar tók okkur ca 4 tíma í spili, fyrir utan pásur. Þegar við vorum búin var ákveðið að hafa aldrei svona mörg spil aftur
. EN ÉG VANN
.
Jæja kossar og knús
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skil ekki fólk sem nennir að bíða í biðröð eftir því að skoða eitthvað hjólhýsi, þó að það sé á 2 hæðum. Hefði aldrei nennt að eyða mínum dýrmæta tíma í það hehehe:)
En mér sýnist að þið hafið haft nóg að gera um helgina.
Kveðja
litla systa
Valgerður og Halldór (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.