Kormákur veikur:(

Hann Kormákur er aftur veikurSick, önnur flensan á rúmum mánuðiFrown. Núna er hann með háan hita og kastaði upp í gærmorgun og í morgun. Kristófer sá sér gott til glóðarinnar þarna og vildi vera heima, ég ætlaði nú ekki að láta hann komast upp með það, en minn maður var vakandi frá því klukkan 5 í morgun og ákvað ég því þá að hafa hann heima, þá gæti hann allavega lagt sigSleeping, ekki það að hann hafi svo sofið mikið, ó nei, kannski 10 mínErrm, enda líka sofnaður rétt rúmlega sjö í gærkvöldiSmile.

Kormákur er hressari í dag, en verður samt heima á morgun líka. Jón var með honum heima í dag og á morgun þar sem ég má ekki við því að missa úr skólanum núna. Held nú samt að honum finnist nú bara ágætt að geta verið með syninum og spilað, verið í tölvu og horft á sjónvarp, það sem þeir eru allavega búnir að hafa það gott í dagGrin.

Kristófer ætlaði nú ekki að fara á leikskólann í morgun heldur. "Mamma, ég er svo þreyttur, ég verð að sofa meira", "Nei, elskan þú ferð í leikskólann í dag". Hann hætti ekki þarna, en ég náði honum samt fram úr, í föt og fá morgunmat. Þegar hann var að borða prófaði hann meira, "Mamma, ég get verið heima hjá pabba og Kormáki", "já, en þú ferð á leikskólann, ok",hmmmm, en sagði ekki orð. Svo var prófað aðeins meira, "mamma settu höndina svona (var með aðra höndina á hnakkanum og hina á enninu) og þá finnur þú að ég er veikur", ég geri það, " nei, ég finn það ekki , þú ert ekki veikur". Hann borðar ca, þrjár skeiðar af morgunkorni, "mamma finndu núna, ég er örugglega veikur núna"InLoveGrin.

Jæja þetta var bara svona smá um það hvernig þessi vika er búin að vera. Hafið það sem allra best, hlakka til að sjá allaGrin.

Kossar og knús

Bergþóra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÆJI ekki gott að hann Kormákur er aftur orðinn veikur :0( vonandi rífur hann þetta fljótt af sér .

Ji það er SVOOOOO stutt í að við öll förum til íslands Margrét er farin að telja dagana :)    Við erum á leiðinni til Köben á morgun þar sem við erum neydd til að bruna þangað til að fá passa fyrir prinsinn við ætlum svo að eyða helginni í svíþjóð hjá frænda Kristins Já við verðum að gera gott úr þessu víst maður þarf að fara svona langt :0)

Bið að heilsa ykkur í bili 

knús frá Silkeborg 

Ragna og Fjölskylda (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband