2.3.2008 | 17:19
Heppin í spilum, óheppin í ástum.....
Segir máltækið, ég er nú ekki alveg sammála þessu, mér finnst vera hægt að vera heppin í báðu. Við Jón erum mjög svo upptekin í SKIP-BO þessa dagana, hann þolir ekki þegar ég vinn hann, staðan er 5-2 fyrir mér
.
Í gær fórum við í grenjandi rigningu niður á göngugötu, fórum á kaffihús og keyptum DVD ferðaspilara fyrir strákana, en þeir voru búnir að vera að safna fyrir honum. Keyptum einn með tveimur skjáum, svaka spennandi. Við ætluðum að fara á skauta með bekknum hans Kormáks en við hættum við þar sem svellið var bara einn stór pollur og það hætti bara ekkert að rigna. Þegar við komum svo loksins heim eftir blauta bæjarferð höfðum við það bara kósý. Við Jón spiluðum SKIP-BO ,drukkum hvítvín og bjór, og strákarnir horfðu á mynd og fengu nammi. Við tókum okkur reyndar pásu frá SKIP-BO og spiluðum UNO við Kormák, þar sem honum fannst við ansi lengi að spila þetta SKIP-BO, enda vorum við ekki búin með það fyrr en 1 í nótt
, ég var bara orðin þreytt
, en gaman var þetta
.
Í dag fórum við í EYE TOY, þetta er meiri líkamsræktin, þannig að við ættum kannski að spila þetta oftar, ekkert smá gaman, við Jón skemmtum okkur ekkert minna en strákarnir. Við skelltum okkur síðan niður í Þýskaland að fylla á bjórinn og rauðvínið, að vísu keyptum við líka Grand Marnier og nammi. Keyptum spægipylsur líka til að koma með á klakann
. Strákarnir prófuðu þennan fína spilara, hann virkaði rosalega vel, nema það að Kristófer greyið var bílveikur á leiðinni niður eftir, en í lagi á leiðinni heim
. Núna er bara verið að hafa það gott og byggja sig upp fyrir vinnuvikuna.
Hafið það gott elskurnar og verið dugleg að kvitta
Kossar og knús
Bergþóra og co
P.S er einhver sem man eftir spilinu Kleppara og getur útskýrt það hér í fáum en góðum orðum. Við vorum að reyna að rifja það upp, en mundum það bara ekki. Það er alveg ótrúlegt hvað maður er fljótur að gleyma þessum spilum sem maður var alltaf í, ég man heldur ekki spilið IDIOT, hhhhhhjjjjjjjjjááááááááállllllllllllllpppppppppppppp
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég skal reyna að segja frá kleppara, veit ekki hversu fá orðin verða.
Maður skiptir bunkanum í tvennt og hvor keppandinn fær sinn bunka. Avo leggur hver fyrir sig eins og í venjulegum kapli nema það eru 5 spil í röðinni. Ef það eru tvö eða fleiri eins spil (þe. ásar, tvistar...) sem snúa upp þá má safna þeim saman á einn stað (ss. öll eru sett ofan á eitt) og snúa þá við þeim spilum sem eru undir. Þetta er gert þangað til allir 5 bunkarnir eru með sína hverja sortina (ef bunki klárast má færa spil í auða plássið). Svo er að byrja að spila. Hvor setur út eitt spil (hlið við hlið) á mitt borðið. Svo er raðað á þessi spil eftir röð úr borðinu. Það má bæði hækka og lækka röðina. og hvor leikmaður má setja í hvorn bunkann sem er. Og svo er bara að vera sneggri en andstæðingurinn að losna við spilin. þegar hvorugur getur gert lengur er setja þeir aftur báðir nýtt spil úr aukabunkanum á sinn hvorn bunkann. Þegar annar er búinn að klára borðið sitt hefur hann unnið þennan hluta spilsins og getur þá valið minni bunkann. Svo er spilað koll af kolli þangað til annar stendur með engin spil (og er sigurvegarinn) en hinn með öll spilin. Þegar annar er komin með svo fá spil að ekki er hægt að hafa tvo bunka þar sem hann á engin auka spil, þá er bara einn bunki.
Þetta er sjálfsagt allt of nákvæmt hjá mér en ég vona að þetta hafi ekki verið allt of ruglandi. Skemmtið ykkur vel!
Katrín Björk (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 13:09
IDIOT
Var það ekki þar sem þú leggur 3 spil á hvolf á borðið, 3 ofan á og ert svo með 3 á hendi. Mátt svo skipta út spilunum í borði með spilunum sem þú ert með á hendi. Tvistur hvað sem er, mannspil hæst og 10 sprengir bunkann (4 eins spil geta líka sprengt, þ.e. 4 ásar eða 4 þristar).
Svo byrjar aðili A að setja lægsta spilið sitt út og dregur annað í staðinn og svo aðili B setur sitt lægsta (en hærra en það sem er í borði) og dregur svo annað þannig að þið séuð alltaf með 3 spil á hendi þangað til bunkinn klárast. Þá notið þið spilin sem eru í borði. Ekki snúa við spilunum sem eru á hvolfi. Þau verði þið að draga bara af handahófi og ef það spil sem þið dragið passar ekki ofan á það spil sem er í bunkanum þá er allur bunkinn tekinn upp. Eins er að þannig að ef þið eigið ekki spil á hendi sem passar ofan á það spil sem er í bunkanum þá má draga eitt spil og leggja strax ofan á bunkann ef það passar ekki þá er allur bunkinn tekinn. Ef bunki er tekinn á hendi þá má ekki draga fleiri spil þangað til þið eruð komin niður í 3 spil eða færri.
Vonandi skilst þetta.
Minnir að þetta sé það.
Love
Valgerður
Valgerður og Halldór (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 11:05
p.s. svo var hægt að gera afbrigði af þessu spili með því að setja fleiri spil á borðið, þ.e. hafa 3 en fleiri í hverjum bunka en þá má snúa spilunum við en ekki þremur seinustu.
fatt jú?
vóg
Valgerður og Halldór (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.