Skýrsla vikunnar;)

Aldrei þessu vant er ég ekkert búin að skrifa alla vikuna, enda líka haft svosem ágætt að geraWoundering.

Í skólanum hjá Kormáki er búin að vera öðruvísi vika. Þau eru þar á meðal búin að vera að gera myndir af Fantasiu húsum, þau byrjuðu að teikna með blýanti, svo olíutúss ofan í og svo málað með bleki. Niðurstöðurnar voru mjög skemmtilegar og sást hvað krakkarnir eru með fjörugt ímyndunarafl og gátu unnið vel saman. Það voru alltaf tveir um hverja mynd og yfirleitt einhver sem þau þekktu lítið, Kormákur sagði "við verðum að læra að vinna líka með þeim sem við þekkjum ekki", nokkuð til í því hjá stráksaLoL. Þau héldu svo sýningu og sögðu öllum sem skoðuðu myndirnar frá þeim. Mikið gaman að þessu hjá þeimGrin.

Það var líka öðruvísi vika í mínum skóla. Við erum búin að vera, að vinna að okkar óskastofnun ef svo má að orði komastSmile. Ég er nú með aðrar skoðanir að flestu leiti en hópurinn minn, þannig að ég þurfti að bakka með mjög mikið. Ég er alveg föst í því að vilja hafa mat handa krökkunum í leikskólanum, en það er nú meiri vitleysan(að flestra mati hér í Danmörku), þau geta bara haft nesti með sér. Mér finnst þetta svo vitlaust þar sem að margir foreldrar spá ekkert í þetta og gefa börnunum endalaust hvítt brauð með súkkulaði. Á flestum leikskólum geta þau svo ekki komið með afganga að heiman því að það er of mikil vinna að skella þessu í örbylgju í 30 sek til að hita uppFrown. En allavega við áttum svo að búa til bása þar sem við kynntum okkar leikskóla. Við skiluðum síðan 4 bls ritgerð um þetta hjá okkur. Kennarinn var mjög ánægð með þetta og sagði að hún gæti nú alveg fundið upp á því að gefa okkur 10 (á skalanum 1-10), þannig að við vorum mjög sáttGrin.

Kristófer er á fullu að gera páskaföndur á leikskólanum og er þetta rosalega flott hjá stráknum. Þau æfa börnin mjög mikið í að klippa og er hann að verða snillingur í þvíGrin.

Jón er alltaf að vinna og gerist því ekki mikið hjá honum svona í miðri vikuErrm.

Helgin hjá okkur er búin að vera frekar róleg hjá okkur. Föstudagurinn fór í tiltekt, sýninguna hjá Kormáki og að versla (rosa gaman).

Í gær (laugardag) fórum við í Ikea og keyptum okkur Cd haldara, en okkur vantar samt annan (sáum það fyrst þegar við komum heim og búin að raða í þennan)Smile. Við gerðum svo svolítið páskalegt og elduðum okkur hamborgarhrygg með öllu tilheyrandiLoL. Við horfðum svo á Skógarlíf 2 og fengum okkur slik með í tilefni dagsinsSmile.

Sunnudagurinn er búin að vera letidagur, fórum að vísu smá rúnt, en annars bara búin að vera heima og ekki að gera neitt.

Jæja ég er hætt þessu bulli núna. Það eru komnar nýjar myndirGrin, Ég gerði þá eitthvað í dag. Svo er bara verið að þvo þvott og passa að allt verði hreint sem á að koma með til Íslands. Ég vona mamma mín að þú eigir þvottavél, þar sem ég tek ekki mikið af fötum með, heheTounge. Það fer allt plássið í kuldagalla og jakkaföt, hihiSmile.

Kossar og knús

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ flottar myndir það er alltaf svo gaman þegar það er verið að gera eitthvað öðruvísi í skólanum :0)    Hittumst kannski á klakanum og góða ferð á fimmtudaginn :0) (sind að við séum ekki með sama flugi :(   )

Knús frá Silkeborg 

Ragna og Fjölskylda (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 11:46

2 identicon

Ég er alveg viss um að þvottavélin hennar mömmu virki ekki páskavikuna . Nei má ekki segja svona. Mamma með veislu og allt.

Sjáumst á fimmtudaginn!!!

 Jóhanna

Jóhanna (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband