2.4.2008 | 19:46
Myndirnar
eru komnar inn. Er ekki búin að skrifa við þær allar, en það kemur vonandi á morgun.
Annars er ég mjög upptekin í skólanum núna þessa dagana. Það eru kynningarvikur á valfögunum okkar. Þetta er rosa gaman og vonandi get ég fundið út hvað ég vil velja eftir þetta. Svo er smá vinna í litla trjábeðinu (hreinsun á arfa og grasi) okkar, ég fæ mikla hjálp frá strákunum við það. Kristófer var frekar fúll að við fórum ekki út í dag, því ég fékk svakalegan hausverk
. Okkur vantar stærri garð til að geta gert meira. Ennþá er verið að hlaupa á eftir strákunum til að kenna þeim að hjóla og vonandi geta þeir þetta sem fyrst. Þeir sem þekkja Kormák vita að hann vill bara kunna hlutina, en ekki að þurfa æfa sig
.
Einn í lokin frá Kristófer. Þegar hann átti að fara að sofa áðan byrjaði hann að gráta og ég fer til hans og tala við hann. "hvað er að, af hverju viltu ekki sofa í rúminu þínu" , "ég vill bara sofa í ykkar rúmi", "nei, það er ekki í boði", Jón Óskar kemur inn og segir "hvað á ég þá að gera við rúmið þitt, ég verð bara að selja það", "eða á ég að sofa í þínu rúmi", "nei, nei þú sefur bara í þínu rúmi", " en það er ekki pláss fyrir mig ef þú ert þar líka Kristófer", Kristófer bjargar sér og segir "mitt rúm brotnar bara ef þú sefur í því, en þú getur sofið í sófanum". Maður deyr ekki ráðalaus til að reyna að ná fram vilja sínum.
Kossar og knús
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.