6.4.2008 | 19:21
Ný vika...
að byrja og helgin búin. Það er búið að vera mikið að gera síðan síðast. Við erum búin að hlaupa með strákunum fram og til baka til að kenna þeim að hjóla
og hefur það gengið misvel, hehe
. En jæja nú byrjar frásögnin: Föstudagur- tekið til heima, farið að versla, náð í strákana og svo byrjaði aðalfjörið
. Við fórum með Óla og Ástu út að borða á Kínverskum stað og svo fórum við á Erotik World, þetta er sýning sem er með allt fyrir sex, dildóa, búninga, nærföt, sadómasókismi, piersing, tattoo ofl. Þetta var voðalega gaman og mikið að skoða
. Við ákváðum svo að koma hingað heim eftir sýninguna áður en farið var að ná í strákana, strákunum langaði að fá sér einhverja kokteila
. Það var sem sagt drukkið hérna eitthvað frameftir, eða þar til Jón Óskar var farin að skoða augnlokin ansi mikið að innan (eins og Óli sagði)
, þá var ákveðið að koma sér af stað til að ná í strákana. Ég var svo leiðinleg við Jón að mér fannst hann alveg geta komið með mér að ná í þá, hefði svo sem geta sleppt því þar sem þeir þrír sváfu
alla leiðina heim (tekur 25-30mín að keyra). Strákarnir fengu sem sagt að vera upp í Give hjá börnunum þeirra Óla og Ástu, við keyptum pizzu, snakk, nammi og gos fyrir krakkana, þannig að þau voru ánægð, spiluðu í tölvu, á spil og horfðu á sjónvarp (alltaf gaman þegar það eru engir foreldrar
.
Laugardagurinn fór að mestu leiti í smíðakalla hjá honum Jóni mínum. Við hin vorum öllu hressari, reyndar var mikil leti í gangi og var ekki farið almennilega á fætur fyrr en um 13:30
. Ég fór svo út með strákana að hjóla að sjálfsögðu og náði Kormákur að hjóla smá einn, jei
. Þegar við vorum hætt að hjóla fórum við í Eina Krónu og skemmtum okkur konunglega
. Þegar við vorum búin að borða kvöldmat og Jón var að mestu leiti laus við smíðakallanna var ákveðið að koma strákunum á óvart. Við keyrðum niður í bæ og fórum í farand Tívolí. Strákunum fannst þetta að sjálfsögðu æði, við keyptum 10 miða og dugði það okkur. Við ákváðum að fara í smá hringekju (er þetta rétt skrifað?) fyrst og fórum öll saman, hún virkaði mjög meinlaus, en NEI hún snérist svo hratt stundum að ég og Jón vorum alveg búin á því og þvílíkt flökurt
. Kormáki fannst hún æði en Kristófer ekki eins ánægður með þetta. Svo fóru þeir í lítinn rússíbana, Kormákur fór í rólur og klessubíla líka, en Kristófer lét sér duga lítil barna hringekja (eins og er í húsdýragarðinum) með hestum ofl, þar með eru tækin líka upptalin sem var eitthvað fyrir þá (fyrir utan Parísarhjól, sem við slepptum núna). Þeim fannst þetta samt alveg frábært og líka það að fara að kvöldi til þar sem ljósadýrðin var mikil
. Þegar heim var komið var horft aðeins á sjónvarpið og svo farið að sofa, allir mjög þreyttir þrátt fyrir mikla leti fyrripartinn
.
Sunnudagurinn er búin að vera frábær. Við sváfum frameftir eða til 9, svo fórum við Kormákur að undirbúa morgunmat. Við bökuðum sunnudags- smábrauð Sollu stirðu og gerðum jarðaberjaskyr íþróttaálfsins, að vísu notuðum við Grískt jógúrt í staðin fyrir skyrið, en það er mjög svipað þannig að þetta var mjög gott. Kormákur var hæst ánægður með útkomuna úr morgunmatnum, enda var það líka hann sem vigtaði og mældi í bollurnar, skar jarðaberin niður og hrærði þeim saman við jógúrtina, ekkert smá duglegur. Þegar búið var að borða fórum við út að hjóla (ekkert nýjar fréttir, hehe), í þetta skipti hjólaði Kormákur ALVEG EINN, algjör töffari
og andlitið ljómaði eins og sól í heiði, hann var svo montinn
. Hann gleymir að vísu að bremsa ef hann er við að klessa á BÍLA eða eitthvað
. Þannig að nú er það eina sem vantar hjá honum, hann getur tekið af stað og hjólað einn. Kristófer getur þetta ekki alveg ennþá, en ég hef grun um að það komi fljótlega, hann kann að bremsa, eiginlega bara of mikið, aaaarrrgggg, getur verið svolítið þreytandi, hann hjólar á fullu svo allt í einu bremsar hann bara vegna þess að það er svo gaman
. Kormákur fór svo til vinar síns og var þar fram eftir degi. Jón var heima að horfa á formúluna og við Kristófer fórum niður í bæ, fengum okkur ís og löbbuðum göngugötuna í góða veðrinu.
Jæja svo er þessi helgi búin og var fljót að líða, enda líka mikið fjör hjá okkur.
Kossar og knús
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.