7.4.2008 | 16:44
Mánudagur:)
VÁ hvað er erfitt að kenna börnum að hjóla, sérstaklega þeim sem varla nenna þessu. Kormákur minn er nú reyndar alveg að ná þessu, ég píndi þá að sjálfsögðu út í dag. Maður verður að halda áfram þegar maður er byrjaður, þýðir ekki að gefast upp. Jæja ég byrja á því að hlaupa með Kristófer, hann hjólar smá, bremsar og hættir og ég segi "Kristófer minn, þú verður að hjóla á meðan þú ert að ná þessu", "en mamma, þessi strákur þarna hjólar ekki alltaf", "Nei, en þú verður að gera það meðan þú ert að læra elskan", "ok, ég nenni þessu bara ekki"
. Kormákur reyndi að æfa sig sjálfur á meðan og gekk ekkert of vel
. Jæja ég byrja svo að hlaupa með honum og læt hann taka af stað og bremsa til skiptis (honum fannst þetta ekkert voðalega gaman, skil það ekki
), stýrið er nefnilega á fleygiferð stundum, en það er samt farið að hægjast á því
. Ég fer með honum nokkrar ferðir og honum fór að ganga rosalega vel, tók af stað eins og ekkert væri, bremsaði þegar ég sagði og stýrið þokkalega beint
, svo kom ein væn bylta í lokin og þá fékk ég "jæja, getum við núna farið inn"
. Það er sem sagt stuð á liðinu hér á bæ, allir að hjóla og hlaupa.
Ég fór með Kormák til augnlæknis aftur í dag. Augað lítur betur út, en hann þarf að fá dropana í viku í viðbót.
Jæja ekki meira eftir þennan dag.
Kossar og knús
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ji hvað ég er ánægð að Margrét er búin að læra að hjóla þegar ég les þetta HEHE ég var sko ekki sú þolinmóðasta þegar hún var að læra þetta HEHE en svo kom þetta bara allt í einu einn góðann veðurdag og var þá mikil gleði á bænum :0) Annars er bara allt gott héðan Bjarni Harald er allt annar eftir hann byrjaði á lyfjunum og farinn að hjala heilmikið og brosir allan hringinn allan daginn :0) voða gaman af honum.
Jæja biða að heilsa kossar og knús frá Silkeborgargenginu
Ragna S. Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.