Til hamingju.....

Með afmælið elsku pabbi, njóttu dagsins í botnWizard.

Annars gekk dagurinn í gær út á það að læra hjóla (er ekkert nýtt hjá þessari fjölskylduGrin) og það gerum við í dag líka þegar ég er búin að ná í strákana. Kristófer finnst hann rosalega duglegur þegar hann getur hjólað með pedalana tvo hringi án þess að ég haldi í og ljómar allur í framan og segir "mamma sjáðu bara hvað ég er duglegur, ég get þetta næstum", "já elskan, þetta er alveg að koma"Smile. Ég bara er ekki að trúa hvað þetta tekur langan tíma, en það jákvæða við þetta er að ég fæ nóga hreyfingu líka, svo er nefnilega yfirleitt farið í einhverja leiki þegar þetta er búiðGrin. Kormákur er orðin svaka flinkur, nema ennþá vantar upp á bremsurnar hjá honum. Ef hann fer of hratt setur hann lappirnar niður og bremsar þannigW00t. Það gerði ég aldrei þegar ég var lítil,heheLoL, var bara mesti skóböðull sem til var, átti stundum skó í 2 vikur, vegna bremsu eða klifra upp á kaupfélagsþakið osfrvHappy.

Ég held að ég sé búin að ákveða mig, hvað ég tek sem valfag í skólanum. Það er Sundhed, krop og bevægelse- heilbrigði (matur), Líkami og hreyfing. Mér finnst miklu meira spennandi í þessu fagi heldur en í náttúru, tækni og verkstæði. Enda hef ég líka alltaf verið á spá í hvað maður á að gera með börnunum í leikfimi og hvaða æfingar séu betri en aðrar, þannig að ég held að þetta passi velSmile.

Jæja kossar og knús

Bergþóra og co   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér líst rosalega vel á þetta elskan mín.

Jóhanna (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 14:34

2 identicon

Hæ allir i Vejle. Hvad med ad kikja i afmæliskaffi 27april til Silkeborg?

Margret verdur 8ara

kvedja fra ADvej 25.

Ragna S. Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband