Helgin:)

Við erum búin að gefast upp í bili að kenna Kristófer að hjóla og skelltum hjálpardekkjunum undirFrown. Mér finnst það vera merki að barnið sé ekki tilbúið að hjóla þegar við erum búin að hlaupa með hann í 2 vikur og það sést nánast engin munur á barninuErrm. Þannig að við reynum aftur eftir einhvern smátímaSmile.

En jæja við erum að sjálfsögðu búin að hafa eitthvað fyrir stafni þessa helgina. Á föstudaginn fórum við með hjólið hans Kristófers og Kormák á hjóli að ná í Kristófer á leikskólann (það var verið að vona að þeir mundu ná þessu á þessari löngu leið). Kormákur var skíthræddur að fara niður smá halla og ætlaði ekki að vilja fara alla leiðFrown, þannig að við pössuðum okkur á því að vera alltaf við hliðina á honum og passa hann. Þetta gekk rosalega vel, en svo fékk hann eina góða byltu og lenti ofan á hjólinu og þá var ekki stigið á það aftur fyrr en við vorum að leggja af stað heim afturWoundering. Kristófer hjólaði og það var varla hægt að sleppa honum þá missti hann jafnvægiðErrm, svo horfði hann allstaðar í kringum sig en ekki framUndecided. Enda tók þessi ferð 2 tíma (við erum ca. klukkutíma að labba fram og tilbaka). Það var svo bara slappað af um kvöldið og talað við Valgerði á skypinuSmile, eða var það á fimmtudaginn,hmmmmm.

Við fórum í gær í hjálma leiðangur. Kristófer vantaði nýjan hjálm og fengum við einn í Toysrus. Við skruppum síðan í kaffi til Óla og Ástu, skoðuðum hvað þau eru búin að vera að gera í garðinum og enduðum út á palli í sólinni og fengum okkur smá bjór, takk fyrir okkurGrin. Við elduðum svo fínan kvöldmat og ég sagði við strákana að þegar við værum að borða af fína stellinu okkar, þá ætti maður alltaf að láta sem maður væri á veitingahúsi, þetta var rosa gaman. Svo var horft á mynd og kláruðu strákarnir páskaeggin sín, við hjónin fengum okkur Irish Coffie og malibu i appelsínusafa, þetta var bara kósý kvöldGrin.

Í dag var ný verslunarmiðstöð opnuð í bænum og allar búðir á göngugötunni opnar. Við ákváðum að skella okkur í bæinn og kíkja á herlegheitin þar. Við gengum alla göngugötuna og yfir í Bryggen, það var æðislegt veður og að sjálfsögðu var stoppað og fengið sér ísTounge. Við vorum búin að plana að versla aðeins á tilboðunum sem voru þarna í Bryggen, en við gengum bara hring þarna um og hrökkluðumst út aftur. Það var svo mikið af fólki þarna, að ég átti ekki til orð og líka á göngugötunni, það var bara haldið fast í strákana þannig að við yrðum ekki viðskila (það voru nógu margir foreldrar kallaðir upp). Eina búðin sem ég ætlaði virkilega að fara inn í var svo troðin að ég hætti viðCrying. Kormákur fór til vinar síns að leika og skemmtu sér að konunglega, voru mest úti að hoppa á trampólíniGrin. Ég og Jón ætluðum að fara í hjóla- göngutúr með Kristófer og tókum til nesti og allar græjurSmile. Jón fór út og skellti hjálpardekkjunum undir og tók eftir því að afturdekkið var loftlaust, pumpaði í það og svo var loftið farið úr aftur eftir smá stundFrown. Við komumst að því að það var gat á slöngunni, og allar búðir með hjóladóti lokaðar, þannig að lítið varð úr þeirri ferðErrm. Við tókum þá smá rúnt og reyndum að finna einhvern stað til að setjast niður og borða nestið okkar, en ekkert gekk. Við enduðum þá heima hjá okkur, breiddum úr teppi á stofugólfið og höfðum piknik þarGrin.

Núna hlakka ég bara til þess að fara til Stokkhólms, hitta Valgerði, en hún er að fara með Geislabaugi í menningarferð að skoða leikskóla þar, því miður getum við samt bara eitt með henni einum degi, en það er betra en ekkert segi ég. Við fáum gistingu hjá Gulla(föðurbróðir Jóns) og Rannveigu, en þau búa rétt utan við Stokkhólm, það verður nú ekki slæmt.

Jæja er búin að bulla nóg

Kossar og knús

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þið hafa verið með eindæmum þolinmóð við drenginn ykkar að kenna honum að hjóla. Skil ekki að þið skylduð ekki vera löngu búin að setja hjálpardekk undir:)
Við erum búin að brasa smá um helgina. Ætli ég bloggi ekki eitthvað um það í kvöld eða annaðkvöld.
Ég hlakka líka til að hitta ykkur í Stokkhólmi. Mig bara kvíður dáldið fyrir fluginu

Þangað til næst elskurnar

Ástarkveðja,
Valgerður og Halldór

Valgerður og Halldór (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 21:58

2 identicon

Hæ Bergþóra mín... ég ætla bara að þakka fyrir síðast..æj það var svo gaman að hitta þig og frábært að kíkja líka á Geislabauginn, ótrúlegt að krakkarnir mundu eftir manni hiihi þau eru svo yndisleg.

En ég tek undir með Valgerði, þið eruð búin að vera mjög þolinmóð og það er ekkert að því að hafa hjálpardekk...það mun örugglega veita honum meira öryggi og svo bara vola kemur þetta bara allt í einu hjá honum

Knús elskan mín og hafið það gott 

Birna Sólveig (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband