KOMINN Í HELGARFRÍ:)

Öll fjölskyldan er kominn í helgarfrí, það er nefnilega Stóri bænadagurinn á morgun, en hann er hátíðisdagur hér í Danmörku.

Vikan okkar er búin að vera frekar róleg, ég var að klára kynninguna á valfögunum núna, en þessi vika heppnaðist ekkert of vel. Við fengum fulla kennslu á mánudag, en á þriðjudag var kennarinn okkar með fárveikt barn og kenndi okkur því í klukkutíma, því það var enginn annar sem gat tekið við. Í gær var enginn kennsla og svo í dag áttu hóparnir að setja í gang þekktan leik sem við vorum búin að breyta og setja musik við. Það heppnaðist alveg rosalega vel og allir fóru glaðir heimGrin.

Vikan hjá strákunum er búin að vera svipuð og alltaf. Jón Óskar gat loksins klárað að laga hjólið hans Kristófers í gærkvöldi, en það er búið að vera sprungið á því síðan á sunnudag. Ég keypti slöngu í það á laugardaginn og þá gátum við ekki pumpað í  það því gamla pumpan mín virkaði ekki. Í gær keypti ég svo pumpu og þá var nú hægt að klára þettaSmile. Kristófer rosa ánægður þegar við komum út í morgun og ég sagði " sjáðu Kristófer, pabbi er búin að gera við hjólið þitt", "váá, það eru bara hjálpardekk og allt" svo settist hann inn í bílinn á spáði ekki meira í þaðCool.

Bergsteinn innilega til hamingju með afmæliðWizard.

Verið dugleg að kvitta í ath.semdir eða gestabókKissing

Ég er gjörsamlega tóm núna og veit ekkert hvað ég á að skrifa, vonandi verða einhverjar fréttir eftir helginaErrm.

Kossar og knús

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband