Hææææææ!

Allir, nú er komið að færslu helgarinnar.

Ég var nú búin að segja ykkur frá föstudeginum, þar gerðum við lítið annað en að taka til og elda mat, við fórum reyndar í hjóla-labbi túr og gekk það vel.

Í gær fórum við í bæinn og keyptum afmælisgjöfina mína, jei, ég fékk hjól frá strákunum mínum. Við keyptum rosalega flott ljósblátt hjól með körfu framan á, híhíhíGrin. Við vorum mjög ánægð með kaupin því að þetta hjól átti að kosta 2900dkr en við fengum það á 1300dkr, þeir voru nefnilega búnir með eldri módelinn sem voru á tilboði og settu þetta í staðinnGrin, þannig að ég er algjör pæja(töffari)Cool núna(set myndir af frúarhjólinu bráðum). Við vorum nú samt að tala um það í morgun að afmælisgjafirnar fara öfugan hring. Kormákur á afmæli síðast og hann fékk sína fyrst, svo Kristófer, svo ég og svo er það Jón sem er síðastur og hann á afmæli á morgunBlush. Það á nefnilega að gefa hjól á línuna þetta árið. Við fórum að sjálfsögðu út að hjóla, urðum að prófa nýja hjólið. Við Kormákur hjóluðum 2km og er hann farinn að hjóla eins og hershöfðingi, hann er svo flinkurGrin. Jón Óskar fór svo eina ferð og tók virkilega á því, hann fór líka 2km (innkeyrslan er 1 km), ég fór svo aftur ein og hjólaði þá um 5km og var bara þreyttSleeping, en þetta er góð æfing. Við leigðum okkur líka mynd í gær "Guldhornene" horfðum á hana og vorum með snakk og nammi handa strákunum, en ég fékk mér ávexti með Grískri jógúrt dressingu,mmmmGrin.

Í dag fórum við strákarnir út að "hjóla" tókum með okkur nesti og hjóluðum eitthvað, fengum okkur nesti og fórum svo heim, Kormákur var alltaf langt á undan mér og Kristófer, við vorum svo lengiTounge. Þegar heim var komið drógum við Jón út á smá göngu, en hún var ekki löng þar sem Kormákur var að fá vin sinn í heimsókn. Þeir léku sér hérna fram eftir degi, en vá hvað getur verið erfitt fyrir svona gaura að mega ekki spila í tölvu (hún er í pásu í tvær vikur, ein vika eftir), þeir skemmtu sér nú samt velSmile.

Jæja elskurnar svona var nú helgin okkar, ekkert merkilegt en samt höfum við alltaf nóg að gera.

KVITTA SVO!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Kossar og knús

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl elskurnar mínar ég sé að það hefur verið mikið að gera hjá ykkur.

Ég ætla að óska Jóni til hamingu með afmælið ég get ekki séð að hann sé mikið eldri en hann var þegar hann var hér síðast.Við óskum ykkur öllum gleðilegs sumar og hafið það sem allra best .TAKK FYRIR ÁSTAR KVEÐJA FRÁ PABBA OG MÖMMU

Pabbi (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband