Aftur helgarfrí, nana,nana,nana:)

Það eru örugglega margir farnir að hugsa hvort ég sé yfirhöfuð í skóla hérGrin. Fyrirlesarinn er veikur og því var fyrirlestrinum aflýst á morgun, en þessi vika er að vísu búin að vera mjög róleg. Við erum búin að vera með gestafyrirlesara til að kynna okkur fyrir hópunum sem við getum valið að vinna með, þ.e.a.s börn og unglingar, fatlaðir, aldraðir osv, þetta er eitthvað sem ég verð að velja eftir næsta starfsnám. Jæja nóg um þettaSmile.

Húsbóndinn fékk afmælisgjöfina sína í dagWizard. Þannig að núna er öll fjölskyldan komin með hjól og hjálma,jei. Við fengum hjól fyrir hann á tilboði (alltaf vikutilboð hjá Bilka), við vorum svo heppinn að það var settur 1000 dkr afsl á þetta hjólSmile. Mér finnst ekkert smá notalegt að fara út að hjóla, sérstaklega núna í 15 stiga hita og sólGrin. Það er farið að taka á heilsunni á þessu heimili, hjóla, borða hollari mat (meira grænmeti, minna kjöt), þetta hefur nú gengið mjög vel.

Kristófer finnst nú ekki leiðinlegt að hjóla núna þegar ég hjóla með honumLoL, þannig að við höfum hjólað á leikskólann einu sinni og svo er planið að hjóla aftur á morgun og svo held ég áfram niður í bæ. Ég verð mjög upptekinn á morgun, ætla að bóna bílinn (hans Jóns), ryksuga hann, gera hreint hérna heima, fara í gegnum fataskápana hjá strákunum, taka til fyrir helgina, og svo veit ég ekki meirSmile.

Æi, ég veit ekkert hvað ég á að bulla meira. Skrifa meira á þriðjudaginn.

knús og koss

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ og góða ferð um helgina. Já við verðum að fara að hittast líst vel á þarnæstu helgi þarna 1maí og það :=)  knús og kram frá Silkeborg

Ragna S. Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 11:59

2 identicon

hæ elskan og takk æðislega fyrir síðast. Það var æðislegt að hitta ykkur á laugardaginn. Mér datt bara allt í einu í hug að þú gætir kannski látið Kristínu (systir pabba) vita af síðunni okkar og myndasíðunni. Bara ef þau vilja fylgjast með.

Ég er ekki búin að blogga neitt, geri það kannski í kvöld eða annaðkvöld, veit ekki. Þarf svo að setja setja myndirnar inn í tölvuna og setja inn á myndasíðuna.

Heyri í ykkur síðar.

Ástarkveðja,

Valgerður

Valgerður og Halldór (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband