Þá er það .......

ferðasagaSmile. Við fórum til Stokkhólms um síðustu helgi og slógum margar flugur í einu höggi. Við lögðum af stað héðan að heiman á föstudagsmorguninn kl 8 og vorum komin til Norsborg (rétt hjá Stokkhólmi) kl 17:30, en þar gistum við hjá Gulla og Rannveigu. Það var alveg frábært að vera hjá þeim og dekruðu þau mikið við okkur og strákana (þeir voru alveg sáttir við það), takk æðislega fyrir okkurGrin. En við hjónin vorum mjög þakklát fyrir ferðaDVD spilarann á þessari löngu ferð. Við stoppuðum bara í einn og hálfan tíma á leiðinni, við tókum með okkur steiktan kjúkling og hrísgrjónasalat og settumst út í sólina og fengum okkur hádegismat, mmm svo notóGrin.

Á laugardaginn tókum við lestina inn í Stokkhólm, Rannveig var leiðsögumaðurinn okkarSmile. Við fórum á Clarion Hotel Stokkholm þar sem við hittum Valgerði, ég get ekki líst því hvað okkur fannst gaman að hitta hana og geta eitt deginum með henni mér fannst bara ekki nóg að hafa bara einn dag og var mjög erfitt að kveðjaCrying. Við fórum á Junebanken sem er safn byggt á barnasögum, margar af þeim eru eftir Astrid Lindgren. Við sáum þarna leikrit með Kalla á þakinu, þar var leiksvæðið byggt eins og krakkarnir væru Kalli, þannig að þau gátu séð og leikið sér frá hans sjónarhorni, við sáum Sjónarhól þar sem Lína langsokkur á heima, þarna gátu þeir líka leikið og farið um Sjónarhól og skoðað. Við fórum líka með lest, þar sem var sagt frá öllum útstillingunum sem við sáum td Ronja Ræningjadóttir, Bróðir minn ljónshjarta, Emil í Kattholti ofl.

Á laugardagskvöldið var sameiginlegur kvöldmatur hjá Valgerði með Geislabaugi. Þóra Jóna var svo yndisleg og bauð mér að borða með þeim þegar hún vissi að ég ætlaði að koma. Þannig að ég átti alveg frábært kvöld með gömlu vinnufélögunum og ég get sagt ykkur það að ég var næstum hás af því að ég talaði svo mikið, híhíTounge.  Mér fannst nú ekki leiðinlegt að hún Anna sem var með mér á Sólinni var með í för þrátt fyrir að vera hætt, það kom mér mjög skemmtilega á óvartTounge. Það var bara alveg æðislegt að hitta þær allar, þetta var bara of fljótt að líða þetta kvöldLoL. Takk æðislega fyrir alveg frábært kvöldSmile.

Sunnudagur: Smá þunn til þess að byrja með, en við fórum út á göngu og redduðum því máli fljótlega. Við komum svo Kormáki og Kristófer á óvart og fórum á Naturhistoriske riksmuseet, það var þvílík hamingja og margt skemmtilegt að skoða td Tyrannosaurus Rex (Grameðla) risaeðla í fullri stærð, beinin af henni höfðu fundist fyrir mörgum árum síðan og sett saman. Við sáum nú margt mjög spennandi og skemmtilegt, við sáum líka að það var greinilegt að við komum af öpum, risakönguló, ísbjörn og ýmislegt fleira skemmtilegt,því miður máttum við ekki taka myndir þarna inniFrown og ég gæti ekki sagt frá öllu hér. Þegar við vorum búin á safninu var nú bara kominn tími til að fara heim og undirbúa kvöldmat. Þetta var mjög skemmtilegur og fróðlegur dagur. Kormákur okkar var svo heillaður af þessu öllu og spjallaði mikið um það sem hann sá og vildi vita meira og meira, bara dúllaTounge. Hann virðist soga allt inn og hefur mjög sterkan áhuga á öllu, sérstaklega á risaeðlum finnst mér, hann tekur allavega þessar tvær risaeðlubækur með sér hvert sem við förumGrin

Við keyrðum svo heim á mánudaginn, komum við hjá Brimari (frændi Jóns) og fjölskyldu á leiðinni. Við vorum svo kominn heim rétt fyrir 20, allir þreyttir og fóru snemma í háttinn. Ferðin heim gekk mjög vel, fyrir utan það að Kristófer greyið varð smá bílveikurSick, það lagaðist þó eftir að við stoppuðum hjá Brimari og hann fékk meiri bílveikistöfluSmile.

Við fórum svo í skólann í gær og í dag og erum svo komin í helgarfrí aftur, híhíhíGrin.

Einn góður í lokinn. Ég vek Kristófer í morgun og segi við hann "þú verður að vakna núna, veistu mamma á afmæli í dag", "já, já ég veit", "ætlar þú þá ekki að óska mér til hamingju", "jú, jú til hamingju með afmælið, hvaða köku ætlar þú að baka handa mér", "á ég að baka köku", "já þú átt afmæli og þá verðum við að hafa köku", þannig að ég tók mig til og bakaði köku þegar ég kom heim úr skólanum og vöfflur. Við buðum svo Óla, Ástu og co í kaffi. Maðurinn minn grillaði svo nautasteikur handa okkur í kvöldmatinn, þannig að ég er búin að eiga alveg frábæran dagLoL og ekki skemma allar kveðjurnar frá ykkur fyrirTounge .

Set inn myndir fljótlega frá ferðinni okkar og skrifa meira síðar, eða svona eftir helgina.

Knús og koss

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara láta vita að ég er búin að skoða myndirnar.

Valgerður og Halldór (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 11:16

2 identicon

hæhæ. Það er bara svo gaman að fylgjast með þér og ykkur þarna úti.

I love you and I miss you and I can´t wait to see you when I see ya´all.

Kv:Ragnheiður S

Ragnheiður S (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband