Löng helgi:)

Þetta er búið að vera ansi löng helgi hjá okkur, eða síðan á fimmtudagGrin.

Jón fékk sér fjögurra tíma rúnt til þess að vinna í klukkutímaErrm, hann fór að heiman um 4 og svo hringdi bjallan um 10 og þá var hann kominn heim afturErrm. Við gerðum að sjálfsögðu gott úr þessu og fórum upp í Give með morgun-hádegiskaffi, ég og Ásta sendum svo Jón Óskar og Óla niður í Þýskaland að kaupa rauðvín og gosGrin. Mér fannst Jón Óskar búinn að keyra svo lítið, þannig að hann hafði gott af þessuTounge. Hann svaf að vísu mest alla leiðina niður eftir, en kom hress heim afturGrin. Á meðan var ég í kaffi hjá Ástu og krakkarnir að leika sér og spila í tölvu, svaka notó hjá okkur. Við gátum reyndar hlegið að okkur hjónunum, við Ásta kíktum á eina mynd og mér fannst hún ekki skemmtilegri en það að ég sofnaði yfir henni. Við vorum semsagt góður félagsskapur,hihihiLoL.

Á föstudaginn löbbuðum við Kristófer niður í bæ og Jón og Kormákur komu á bílnumGrin. Við fórum að kaupa afmælisgjöf handa Margréti (Silkeborg) og svo keypti ég mér ótrúlega fallega ljótan sóp í Tiger, hann er með blómum áGrin. Það var svo lítið annað gert en að fara heim og taka til og fara á haugana. Við grilluðum svo í góða veðrinu og höfðum nammikvöld. Við fengum okkur íslenskt nammi og horfðum á Bee Movie, þetta góðgæti og þessa mynd fengum við sent frá mömmu og pabba, takk æðislega fyrir þettaGrin.

Í gær fórum við upp í Silkeborg til Rögnu og Kristins, þar vorum við í góðu yfirlæti allan daginn. Við komum þangað kl 14 og fórum ekki fyrr en um 22. Þá voru allir búnir á því eftir skemmtilegan dagGrin. Við höfum ekki séð þau síðan að við fórum í bústað í febrúar og vá hvað hann Bjarni Harald er orðinn mannalegur á þessum tíma, hann er nú líka að verða 6 mánaðaSmile. Afmælisgjöfin hentaði Margréti mjög vel og var voða fín, alveg í stíl við nýja hárbandið hennarCool.

Dagurinn í dag er svo búin að vera rólegur og notalegur. Við fórum niður í bæ þar sem ég gleymdi að kaupa nýja eyrnalokka handa Valgerði (týndi hennar í StokkhólmiWhistling), en það var næstum ekkert opið í dag (er venjulega opið fyrst sunnudag í mánuði). Við hittum reyndar á eina verslun sem var opin og var með  góðan afsl af galla stuttbuxum á Jón, þannig að við keyptum á hann einar buxurSmile. Mamma ég á straubretti núna, ertu ekki ánægð með mig, ég keypti það í dag,hihiGrin. Eftir að við komum heim úr bænum tókum við til nesti og fórum í hjólatúr. Fyrsti hjólatúrinn sem öll fjölskyldan fer í saman. Það var svaka gaman og Kristófer skálaði fyrir því í kvöldmatnum,heheheGrin.

En jæja svona var nú helgin okkar, svo er skóli og vinna á morgun.

Það eru komnar nýjar myndirSmile

Knús og kossar

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ þetta var nú meiri klaufaskapurinn hjá mér HAHA en svona er að vera hrakfallabálkur :)

Við erum búin að finna útaf með djúsinn fyrir Bjarna Harald svo þú getur hætt leitinni TAKK SAMT en við blaundum bara sveskjumauk útí soðið vatn og það bragðast svona líka vel :=)

Knús frá Silkeborg 

ragna (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband