12.5.2008 | 17:49
Hvítasunnuhelgin yfirstaðin:)
Vikan er búin að ganga sinn vanagang, skóli, vinna, bla,bla,bla.
Það er búið að vera yfir 20 stiga hiti alla vikuna og spáin lítur eins út fyrir allavega 3 daga í viðbót, við getum nú alveg vanist þessu
.
Á föstudaginn kom Jón frekar snemma úr vinnunni og ákváðum við hjónin að fara bara tvö í bæinn. Við fórum til að kaupa bækur fyrir skólann minn, en ég gleymdi að sjálfsögðu miðanum, þannig að við settumst bara niður í hitanum og fengum okkur bjór. Þegar við tvö vorum búin að slappa vel af saman náðum við í Kristófer, fórum að versla og náðum í Kormák Helga sem var í afmæli. Þegar við komum þangað vill hann fá að gista hjá vini sínum. Það var nú ekki vandamálið, þannig að við náðum í sængina hans og tannbursta (þannig að við sáum Kormák í svona 20 mín á föstudag)
. Við hin fórum heim og grilluðum hamborgara og naut Kristófer sín að vera einn heima með mömmu og pabba. Hann fékk að sofa í Kormáks rúmi og alles, ekkert smá sport
.
Á laugardaginn þurfti ég að fara niður í bæ og kaupa þessa bók (sem þurfti svo að panta, það er ekki hægt að kaupa skólabækur hérna nema panta þær og mér finnst mjög erfitt að venjast því), þannig að við náðum í Kormák í leiðinni. Þegar við komum þangað voru þeir ekki heima, heldur voru þeir að úti að sigla með pabba Anders. Við fengum kaffi þar sem þeir voru á leiðinni, nýkomnir í bílinn. Þeir höfðu farið á föstudagskvöldið og sett net út og voru svo að ná í það aftur. Það var nú ekki mikill fiskur en þetta gerði mikla lukku fyrir Kormák, þar sem hann hefur aldrei farið að sigla áður (nema ferju). Hann var svo ánægður með daginn að hann var að springa. Við fórum svo að kaupa bókina og fengum okkur ís
. Við skelltum okkur upp í Give til Óla og Ástu og lágum þar í leti úti allan daginn. Krakkarnir sulluðu í sundlauginni og við drukkum vatn og bjór til að kæla okkur niður. Það var svo grillað nautakjöt og SS pylsur, drukkið rauðvín og hvítvín og borðað úti, algjör snilld, þetta var frábær dagur, takk fyrir okkur
.
Sunnudagur: Við fengum okkur amerískar pönnukökur í morgunmat og fórum svo að taka til í geymslunni. Allir útilegustólarnir okkar voru myglaðir og pokinn utan af tjaldinu, en sem betur fer var í lagi með tjaldið og svefnpokana. En það þarf að fjárfesta í nýjum stólum, borði og dýnum fyrir útilegurnar sem við förum í sumar
. Eftir tiltektina var svo stefnan tekin til Fredricia að kíkja á Harley Davidson mótið sem var þar, en flestir voru nú bara farnir af því (frekar fúlt), en við sáum samt helling af flottum mótorhjólum
. Það vildi nú svo vel til fyrir strákana að þetta var við hliðina á Madsbyparken sem er stór leikja og (smá)dýragarður. Þarna léku þeir sér og plötuðu okkur með í Tarzan þraut, skoðuðum dýrin og fengum okkur ís
. Við grilluðum svo lambalæri frá New Zealand, það var alveg rosalega gott og fannst okkur þetta bara ekki síðra en íslenska lambið
. Við tímdum ekki að grilla síðasta íslenska lærið okkar strax, það var líka búið að ákveða að bjóða Rögnu, Kristni og co í það
.
Mánudagur: Við tókum okkur hjólatúr í hitanum og fórum í Dyrehaven, þar sáum við 3 mismunandi tegundir af dádýrum, gáfum þeim gulrætur og vildu þau helst bara meira og meira. Eftir þetta var kíkt á ströndina og kíktu strákarnir og ég aðeins í sjóinn, ekki langt samt það var kalt vatnið
. Svo var að sjálfsögðu fengið sér ÍS í hitanum áður en við hjóluðum heim. Ferðin heim tók um 2 tíma, þar sem Kristófer greyið var orðin mjög þreyttur. Ég er farin að hugsa hvort við þurfum að kaupa hjól aftan í Jóns (þá hjólar Kristófer með en Jón teymir hann samt) fyrir svona lengri ferðir, en það kemur í ljós seinna, hann venst þessu nú örugglega fljótlega
. Stefnan í kvöld er svo sú að slappa af og hafa það notalegt, Kristófer greyið var svo uppgefinn eftir daginn að hann er sofnaður og klukkan er bara 19:30
.
Jæja hafið það gott elskurnar mínar og gangið hægt um gleðinnar dyr, hehe.
Kossar og knús
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.