SIRKUS:)

Þessi vika er búin að vera jafnfljót að líða og allar aðrar. Ég fór með Kormák til augnlæknis aftur á þriðjudaginn, og fékk hann krem til að setja í augun. Núna er það 2 á dag í 4 daga og svo 1 sinni á dag í 2 vikurFrown. Ég var frekar fúl, því að ef hún hefði tekið hann inn strax í þessar 3 mín sem þetta tók, þá væri þetta vesen búið núna, argAngry. Hún vill svo sjá hann aftur eftir 3 vikur til að sjá hvort augað sé ekki örugglega komið í lag.

Í gær fórum við í Sirkus Benneweis sem er danskur sirkus og ferðast í um 100 bæi alltaf á sumrin. Þau eru með listamenn frá Þýskalandi, Portugal ofl stöðum. Þarna voru að sjálfsögðu dýr td fílar, hundar, hestar, geitur og svín. Kristófer sat fyrst með galopin augun (við erum að tala um meira en venjulega) og átti ekki til orð yfir þessu og því sem dýrin gátu gertGrin. Kormákur "vá mamma sástu þetta" og klappaði með á fulluGrin. Eftir pásuna var Kristófer svo kominn með í klappið og skemmti sér konunglega eins og restin af fjölskyldunniTounge. Þeir vildu nú samt ekki láta taka mynd af sér á fílsbaki í pásunni, held að þeim hafi fundist þeir eitthvað stórir, kannski tekst það á næsta áriSmile.

Annars er ekkert markvert búið að gerast þessa vikuna. Kormákur fer í en eitt  afmælið í dag og þegar ég næ í hann verður tékkað á lausum degi fyrir hans afmæli í LegelandetGrin.

Aðeins í lokin frá Strákunum.

Það var bekkjarfélagi sem kom til mín í gær með ljósrit sem hún hafði fengið lánuð hjá mér. Ég bauð henni í kaffi og Kristófer plataði hana í frisbee. Þegar ég fór með Kristófer á leikskólann, keyrðum við hana heim. Kristófer biður hana um að koma í leikin "ég sé". Svo segir þessi kona alltaf "jæja vinur, það er komið að þér núna", Eftir svona 3 eða 4 skipti segir Kristófer "Ég er ekki vinur þinn, það er mamma sem er vinur þinn"LoL.

Kormákur segir við mig í gærkvöldi, "mamma stundum hata ég sjálfan mig", það kemur mikið á mig en ég segi rólega "af hverju hatarðu sjálfan þig stundum", " æi, mamma ég geri það kannski ekki en ég þoli ekki þegar ég geri ekki það sem heilinn minn segir mér að gera", "nú hvað meinar þú með því", "sko td, þegar ég er að spila í tölvunni, þá segir heilinn minn að ég eigi að fara þangað og gera þetta, en ég fer bara eitthvað allt annað og TAPA,...... eða stundum vinn ég samt líka", "ok elskan mín" sagði ég bara. En pælingarnar í þessu barni stundumGrin. Hvað segir maður við svona?

Jæja góða helgi, ég er allavega komin í helgarfrí, heheGrin.

Knús og kossar

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elskan

Æðislegar nýju myndirnar...það er sko greinilega komið sumar hjá ykkur!!!

Knnnúss Birna   

Birna (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband