19.5.2008 | 15:21
Róleg helgi:)
Aldrei þessu vant áttum við rólega helgi. Á föstudaginn röltum við niður í bæ að kaupa afmælisgjöf. Við komum að sjálfsögðu við á pub og fengum okkur drykk, Jón fékk sér bjór, ég og Kormákur appelsínudjús og Kristófer kók. Ég get sagt ykkur það að það var ekki góð hugmynd þennan dag að gefa honum það, barnið varð hreint út sagt stjörnu vitlaus, nánast eins og hann hafi fengið spítt eða eitthvað, hef nú bara aldrei lent í þessu áður. Hann slappaði nú samt af þegar við komum heim og horfði á mynd, þannig að þetta stóð ekki lengi yfir, en það sést kannski á þessu að hann fær nú ekki oft gos og þá helst ekki svart gos
.
Á laugardaginn fórum við í 3 ára afmæli til Emmu Silju (dóttir Rúnu og Mads). Reyndar var einhver misskilningur með tíman, þannig að við komum þegar allir voru að fara, samt komum við í hádeginu. Segir maður ekki bara þá að þetta hafi verið viljandi, þannig að við gætum haft þau út af fyrir okkur
. Þarna áttum við allavega huggulegan dag og borðuðum kvöldmat með þeim líka, takk fyrir okkur elskurnar
.
Sunnudagurinn fór í ekki neitt, okkur hálfleiddist aldrei þessu vant. Kormákur fékk vin sinn í heimsókn og léku þeir sér allan daginn (aðallega í tölvum), við Jón horfðum á sjónvarpið, ég reyndi að læra aðeins og Kristófer heimtaði súpu, þannig að ég þurfti að gera súpu í hádegismat(voða erfitt, eða þannig)
. Jóni leiddist svo svakalega, að ég sendi hann með bílinn minn á bílaþvottastöð, þannig að við gætum bónað hann, ryksugað og gert hann fínan áður en frúin á heimilinu fer í helgarferð til Koben með Rúnu og Svölu, hihi, hlakka bara til
. Svo var nú reyndar tekinn einn Buzz leikur fyrir svefninn, Kormákur vann að sjálfsögðu, en minn tími mun koma, hehe
.
Við erum svo að plana fyrstu útileguna okkar, en hún verður með íslendingafélaginu í blablabla (man ekki hvað það heitir) um miðjan júní, jei, það verður gaman.
knús og kossar
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ ég ætla að kvitta svo þú sjáir að einhver kvitti inn á síðuna ég nefnilega kannast við að það kvitti engin hjá manni:). Ég ætla líka að segja takk fyrir í dag og takk fyrir hjálpina það var mjög gott að við getum bara unnið saman fyrir prófið hahaha:).
Kveðja Ásta i Give
Asta í Give (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.