Hæ allir!

Við Kristófer vöknuðum kl 07:20 á miðvikudaginn og ákvað hann að við ætluðum að baka kökuna strax sem hann fór með í leikskólann á fimmtudaginnGrin. Mamma hans greyp að sjálfsögðu tækifærið og hjálpaði honum með þetta, og svo settum við kremið á og skreyttum þegar hann kom heimLoL. Hann pantaði svo hamborgara í afmælismatinn og voru þeir grillaðir og drukkið maltöl og rauðvín með, smá rest af skúffukökunni borðuð í desert og sungin afmælissöngurGrin. Hann fékk slatta af pökkum, frá ömmu Ingunni og afa Gumma keyptum við Battle Wheels, frá Valgerði og Halldóri keyptum við Spiderman á mótorhjóli, frá okkur fékk hann svo geislasverð með hljóði og ljósi, Kormákur keypti svo handa honum Ben10 leik í playstation tölvuna, hann var alveg rosalega ánægður með alltGrin. Ég er nú ekki búin að kaupa handa honum fyrir peninginn frá ömmu Vilborgu og afa Steinari, það kemur síðar (ég veit nefnilega ekki alveg hvað ég ætla að kaupa)Grin. Amma Ingunn og afi Gummi sendu svo líka pakka, en í honum var Dinos Buzz leikur og Alvin og íkornarnir dvd mynd, fullt af nammi, slátur, cheerios, og pítusósa, takk æðislega fyrir okkurTounge.

Svo er ég bara að láta ykkur vita að ég er að fara í húsmæðraorlof með Svölu og Rúnu til KöbenTounge. Jón Óskar verður heima með strákana og finna þeir sér örugglega eitthvað skemmtilegt að geraSmile.

Góða helgi allir og munið að kvitta, annars er þetta leiðinlegt að gera þettaSmile.

Knús og koss

Bergþóra og co

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra að þú skyldir skemmta þér vel elsku Kristófer og að þú skyldir fá fullt af pökkum á afmælisdaginn þinn :)

Kveðja,

Valgerður og Halldór

Valgerður og Halldór (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 11:01

2 identicon

Sæl verið þið.Ég er í vinnuni núna mamma ykkar er heima að fúaverja palinn.

Það er gaman að sjá hvað þú ert ánægður með gjafirnar elsku Kristófer ökkar.Við vörum með útskriftarveislu í gærkveldi fyrir Hjalta og Sædísi,Hjalti var að útskrifast úr Háskólanum og dúxaði þar.Svo var horft á Evrovicon á eftir.Gamla settið var ekki komið heim fyrr en kl o2.00 í nótt það var svo mikið að hreinsa á eftir,þegar heim var komið fengum við hjónin ökkur rauðvíns glas og settumst út á pall að virða fyrir okkur blómakassana sem ég var að smíða áð var svo gott veður í nótt.Við byðjum að heilsa ykkur elskurnar okkar.Og hafið það sem allra blest.Við elskum ykkur

Guðmundur afi. (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband