26.5.2008 | 12:44
Helgin:)
Til hamingju með afmælið Ágústa, njóttu dagsins og góða skemmtun á Tenerife.
Eins og ég var búin að segja skyldi ég kallana mína eftir eina heima um helgina og stakk af til Kaupmannahafnar.
Þeir notuðu að sjálfsögðu tíman vel, fóru á McDonalds á föstudagskvöldið og svo var video- og nammikvöld eftir það. Jón hringdi í mig til að ath hvort ég væri komin yfir og mátti ég ekki vera að því að tala við hann þarna og sagði að ég mundi hringja seinna "Nei það getur þú ekki við erum að fara að horfa á Alvin og íkornana og borða íslenskt nammi", nú, nú við tölumst þá bara síðar.
Á laugardaginn fóru þeir í Skærup mini zoo, með nesti og nýja skó, svaka fjör þar. Á eftir var stefnan tekin í Bilka þar sem pabbi þeirra dekraði við þá og leyfði þeim að velja í matinn, Kristófer vildi nautakjöt og Kormákur svínakjöt, þannig að Jón keypti bæði og eldaði það handa þeim
. Þar keypti hann líka afmælisgjöfina frá tengdó handa Kristófer, en það var minniskubbur fyrir playstation tölvuna
.
Í gær fóru þeir svo á rúntinn niður í Svendborg og skoðuðu bíl, sem við erum að hugsa um og leist þeim bara vel á hann, þannig að ef allt gengur upp tökum við hann. Svo biðu þeir bara spenntir eftir að mamma kæmi heim úr ferðalaginu sínu.
Jæja þá er það mín helgi. Á föstudaginn fer ég og sæki Rúnu og við keyrum til Köben og náum í Svölu á flugvöllinn, tékkum okkur inn á hótelið og förum út að borða. Við fórum á Ítalskan stað sem heitir Mamarosa og mælum við ekki með honum. Við fórum nú svo snemma á hótelið lögðumst upp í rúm, þær borðuðu fullt af íslensku nammi og svo var bara kjaftað fram eftir kvöldi.
Laugardagsmorguninn var tekinn snemma , fengið sér morgunmat og kíkt á Strikið og nokkrar hliðargötur, ég var rosalega dugleg að hjálpa þeim að eyða peningum, en eyddi nánast engu sjálf. Mér fannst það mjög gaman, hehe
. Við fórum svo frekar fínt út að borða á laugardagskvöldið á indverskan stað, maturinn var mjög góður, en við gátu ekki klárað hann þar sem hann var svo sterkur, en góður var hann
. Við fengum okkur svo göngu niður Istegade og svo heim í rúmið, þar kjöftuðum og horft aðeins á stigagjöfina í Eurovision.
Á sunnudaginn tókum við öllu mjög rólega, fengum okkur morgunmat, stelpurnar fóru í smá spa á meðan ég hafði það gott inn á herbergi. Fórum á Strikið og sátum á einhverjum kaffihúsum og töluðum aðeins meira. Svo skyndilega var komin tími til að keyra Svölu á flugvöllinn
og halda heim á leið
. Takk fyrir helgini elsku dúllurnar mínar, hún var alveg æðisleg. Ég held að við höfum ekki eytt svona löngum tíma 3 saman í mörg, mörg ár, þetta var æði
.
Þegar ég kom heim tóku á móti mér kertaljós og notaleg heit. Strákarnir hlupu á móti mér og biðu spenntir eftir pakkanum sem ég keypti handa þeim. Við borðuðum kvöldmat sem ég hafði tekið með mér heim, svo var farið í rúmið og dótið geymt þar til í dag. Þrátt fyrir frábæra helgi með stelpunum, var yndislegt að koma heim
.
Kristófer var ekki alveg að skilja þetta með helgina og spurði mig hvort ég væri komin í heimsókn aftur, ég sagði að ég ætlaði nú að búa hérna aftur, hvort það væri í lagi, "já já það er bara gaman "sagði hann. Hann ætlaði nú ekki að sofna, því hann hélt að ég yrði ekki heima þegar hann vaknaði aftur, það þurfti miklar sannfæringar
.
Jæja, ég er hætt þessu rugli
Kossar og knús
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.