5.6.2008 | 18:16
vikufærsla
Það er búið að vera nóg að gera hjá mér í skólanum núna (aldrei þessu vant). Við vorum með verkefni sem fjallaði um frásagnir. Við fórum á leikskólan hans Kristófers og lásum ævintýrið um Eldfærin fyrir þau. Við skiptum krökkunum í þrjá hópa og Kristófer var í fyrsta hópnum. Þegar við vorum búin að lesa 2bls þegar hann segir "er de ikke næsten færdig" (er þetta ekki að verða búið), en því miður fyrir hann þá áttum við 5 bls eftir
. Annars gekk þetta rosalega vel þarna og svo lögðum við fram í dag, það sem við gerðum og hvernig var. Ég skrifaði svo skýrslu sem ég átti að afhenda fyrir morgundaginn og gekk það vel, það verður spennandi að heyra hvað kennarinn segir
.
Á þriðjudaginn fórum við á ströndina með bekknum hans Kormáks, þar var grillað, drukkinn smá bjór, synt í sjónum (Kormákur), veiddir krabbar ofl. Svaka fjör á liðinu og alveg frábært veður. það var líka karmellu og vatnsdagur hjá Kormáki í skólanum, því að það var síðasti dagur hjá níundu bekkingum. 9.bekkur mátti gera hvað sem þeir vildu við krakkana og fengu þau því smá bað í raksápu ofl
.
Í gær var ég að læra til kl 18 og fór svo í bæin með strákunum, það var svona Vejle by night og voru þá búðirnar opnar til kl. 22, ýmis skemmtiatriði ofl. Áður en við fórum niður í bæ spyr Kristófer hvort að við séum að fara á víkingastað "ha", "æi, svona víkingastað, þar sem maður á að sitja kjurr og ekki hafa hátt", ég komst að því að hann var að tala um veitingastað. Við fórum semsagt út að borða á Jensens og voru strákarnir eins og englar, þetta var alveg yndislegur tími sem ég átti með þeim alein. Við keyptum svo gjöf í tilefni af feðra deginum sem er í dag hér í Danmörku. Við keyptum vínhitamælir, tappahaldara og bakka undir flöskuna
. Þegar við komum heim tókum við öllu bara rólega og biðum eftir að Jón Óskar kæmi heim úr vinnunni, hann birtist svo loksins kl 22:30
. Hann ákvað að vinna lengur í gær, því að þá var hann kominn í 4 daga helgarfrí, heppin hann
.
Í tilefni dagsins fór Jón Óskar með strákunum að ná í nýja (gamla) bílinn á meðan ég var í skólanum. Ég náði að vísu að taka til hérna heima líka áður en þeir komu heim. Við elduðum svo góðan mat og núna sitjum við með kaffi, grand marnier og koníak
.
Er að sitja inn myndir.
Mig vantar svo líka svona einstaka kvittanir frá ykkur.
Knús og kossar
Bergþóra og co
Ps. Jóhanna, legoland lokar 26. október
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl elskurnar ökkar.Ég sé að það hefur verið mikið að gera hjá ykkur um helgina það er aldeilis lifnaður á ykkur þarna í DANAVELDI. Elskurnar okkar við byðjum að heilsa ykkur.Við elskum ykkur öll sömul knús,knús,knús og kossar.
Pabbi og afi Guðmundur Reykjamelur 2 (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.