Senn líður að prófi:(

En helgin var samt fín, takk fyrir að spyrja!

Á föstudaginn fór Kormákur í afmæli og svo fékk hann að sofa hjá vini sínum. Við fórum þá með Kristófer upp í Give, þar sem hann og Charlotta fengu að synda í sundlauginni og skemmtu sér konunglega, á meðan fullorðna fólkið lá í sólbaðiSmile. Við tókum með okkur mat og grilluðum við svo saman, mér fannst þetta nú rosalega notalegt, þar til að það átti að plata mig í pictionary eða öllu heldur átti að leika en ekki teikna. Þeir sem þekkja mig vel vita að mér er meinilla við að leika og lét þau ekki plata mig í þaðFrown.  Samt var ég beitt mikilli félagslegri pressu og ég lét nú manninn minn bara vita það að mér þætti hann nú frekar leiðinlegur að láta svona við mig og ég gæti nú alveg farið bara heimBlush. En ég tók að mér að vera tímavörður og hjálpaði Eydísi og Ástu að giska. Óli er nú ekki sáttur að við vorum nálægt því að vinna og vill hann meina að ég notfærði mér að vera tímavörður, annars hefðum við verið langt á eftir, en við erum bara svona duglegar(þegar ég þarf ekki að leika)Grin. Takk fyrir daginn, hann var mjög skemmtilegur þrátt fyrir að reyna að sitja á mig félagslega pressuWink.

Á laugardaginn byrjaði ég á því að gefa manninum mínum verkjatöflur, þannig að hann hefði heilsu að koma með mér upp í Arhus, þar sem ég eyddi smá pening í sumarföt á strákana, nýjan yddara, og möppu fyrir mig til að sitja prófið mitt íGrin. Við buðum svo strákunum upp á Mc Donalds og var pabbi þeirra ekki óánægður með það, þar sem heilsan hjá honum var ekki svo góð, eftir mikla útþynningu á gosi og bjór á föstudagskvöldiðSmile. Þegar heim var komið grilluðum við lambafile (New Zeeland) og pylsur, mmm rosalega gottSmile.

Í gær fór Kormákur aftur í afmæli og við hin skelltum okkur á ströndina og fórum aðeins í heitan sjóinn, gerðum sandkastala og lágum svo í leti líka. Jón náði svo í Kormák og að sjálfsögðu prófaði hann sjóinn líkaSmile. Þegar heim var komið fórum við út í vatnsblöðruslag og vatnsblöðruslag. Kristófer var svo þreyttur eftir þennan dag að hann lokaði sig inn í herbergi og fór að sofa (við héldum að hann væri að horfa á sjónvarpið)Wink.

Ég fór með Kristófer í 5 ára skoðun í dag. Hann er 114 cm og 23,8 kg. Hjúkkunni finnst hann of þungur miðað við hæð. Ég er nú ekki sammála, hann borðar sama mat og við, grænmeti, kjöt og allt og er með nammidag einu sinni í viku og hreyfir sig helling, hmmm hversu mikið á maður að hlusta hanaErrm? 

Jæja ég er að fara heim, ná í Kormák og Jón og við ætlum svo að hjóla og ná í KristóferGrin.

Muna að KVITTA, argAngry, minn er að verða reiðurAngry.

Knús og koss

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þori ekki öðru en að kvitta hehe. *Kvitt*

Ég er ekki bara léleg að kvitta-ég er enn lélegri í að blogga 

Jæja, gaman að fylgjast með ykkur í Danaveldi og það líður senn að því að við komum líka út  Hafið það áfram gott!

Kveðja frá Fróni

Siddý, Valdi, Bjarki, Agnes og Daníel (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 15:09

2 identicon

Hæ elskan

Það hefur greinilega verið mikið að gera hjá ykkur um helgina. Við skruppum norður en við eigum líklega eftir að skrifa eitthvað um það á síðuna okkar þannig að ég ætla ekki að skrifa neitt um það hér.

Skrifa kannski færslu í kvöld eða annaðkvöld eftir því hvað ég verð dugleg:)

Bestu kveðjur,

Valgerður

Valgerður og Halldór (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband