12.6.2008 | 15:47
Þá er sprautan búin:)
Kristófer fékk sprautu í dag sem tilheyrði 5 ára skoðuninni og var hann ekki að kippa sér mikið upp við þetta. Þegar við komum svo í leikskólann lét hann samt vita að því að læknirinn hafi stungið hann í rassinn. Þá segir vinkona hans, "hann stakk mig í höndina, og ég fór að gráta, mér fannst þetta vont", "ég fór sko ekki að gráta, mér fannst þetta bara smá vont". Við áttum svo að bíða í 15 mín frammi til að ath hvort það kæmu einhverjar aukaverkanir, en ekkert kom
.
Það var svo foreldra viðtal í dag út af honum. Það var talað rosalega vel um hann, hann er hress, skemmtilegur, úrræðagóður, hugmyndaríkur, góður í fínhreyfingum, sem sagt allt voða jákvætt
. Samt var nú eitt sem kom mér ekki mikið á óvart (og sennilega ekki þeim sem þekkja hann), hann á víst erfitt með að þurfa að sitja lengi kyrr og standa í röð
. Skilur ekki að allt þurfi að taka svona langan tíma. En þrátt fyrir þetta þá heyrir hann allt sem er lesið og getur alveg sagt frá því aftur
.
Ég er eins og einhverjir vita er ég á fullu að undirbúa mig fyrir prófið og gengur það nú bara ágætlega. Það er nú líka ýmislegt annað sem situr á hakanum og verður tekið á því síðar. Ég gleymdi nú td að ég átti að fara með bílinn minn í smur á þriðjudaginn og fattaði það í morgun, þannig að ég fékk ekki tíma fyrr en á mánudag kl 7:30
.
Jæja þetta var nú bara smá færsla núna. KVITTA,það er ekki bannað.
Knús og koss
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæhæ best að maður kvitta svo að þinns verði ekki reiður HEHE. Jæja ég fann aðra tönn hjá Barna Harald í morgun svo það eru 2 á leiðinni :0) um að gera að gera þetta almennilega víst maður er byrjaður á annað borð :0) koss og knús frá Silkeborginni
Ragna S. Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 16:09
Hann Kristófer kallar ekki allt ömmu sína, hehe:) smá sprauta, hvað er það á milli vina? :Þ
Ætlaði bara að segja hæ og bæ, ætla að fara skrifa aðeins á síðuna okkar (loksins!).
Ástarkveðjur
Valgerður og Halldór
Valgerður og Halldór (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 20:18
Bestu kveðjur til ykkar af Grænlandsleiðinni
Ragga kom í gærkvöldi og er núna í sveitinni en svo förum við öll í útskrift á morgun hjá Elísabetu.
Stína.
Stína (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 22:07
Kristófer ekki kyrr? En skrýtið!
Jóhanna (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.