Þá er sprautan búin:)

Kristófer fékk sprautu í dag sem tilheyrði 5 ára skoðuninni og var hann ekki að kippa sér mikið upp við þetta. Þegar við komum svo í leikskólann lét hann samt vita að því að læknirinn hafi stungið hann í rassinn. Þá segir vinkona hans, "hann stakk mig í höndina, og ég fór að gráta, mér fannst þetta vont", "ég fór sko ekki að gráta, mér fannst þetta bara smá vont"Grin. Við áttum svo að bíða í 15 mín frammi til að ath hvort það kæmu einhverjar aukaverkanir, en ekkert komWink.

Það var svo foreldra viðtal í dag út af honumGrin. Það var talað rosalega vel um hann, hann er hress, skemmtilegur, úrræðagóður, hugmyndaríkur, góður í fínhreyfingum, sem sagt allt voða jákvættLoL. Samt var nú eitt sem kom mér ekki mikið á óvart (og sennilega ekki þeim sem þekkja hann), hann á víst erfitt með að þurfa að sitja lengi kyrr og standa í röðW00t. Skilur ekki að allt þurfi að taka svona langan tíma. En þrátt fyrir þetta þá heyrir hann allt sem er lesið og getur alveg sagt frá því afturTounge.

Ég er eins og einhverjir vita er ég á fullu að undirbúa mig fyrir prófið og gengur það nú bara ágætlegaWink. Það er nú líka ýmislegt annað sem situr á hakanum og verður tekið á því síðar. Ég gleymdi nú td að ég átti að fara með bílinn minn í smur á þriðjudaginn og fattaði það í morgun, þannig að ég fékk ekki tíma fyrr en á mánudag kl 7:30Blush.

Jæja þetta var nú bara smá færsla núna. KVITTA,það er ekki bannaðFrown.

Knús og koss

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ best að maður kvitta svo að þinns verði ekki reiður HEHE. Jæja ég fann aðra tönn hjá Barna Harald í morgun svo það eru 2 á leiðinni :0) um að gera að gera þetta almennilega víst maður er byrjaður á annað borð :0)   koss og knús frá Silkeborginni

Ragna S. Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 16:09

2 identicon

Hann Kristófer kallar ekki allt ömmu sína, hehe:) smá sprauta, hvað er það á milli vina? :Þ

Ætlaði bara að segja hæ og bæ, ætla að fara skrifa aðeins á síðuna okkar (loksins!).

Ástarkveðjur

Valgerður og Halldór

Valgerður og Halldór (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 20:18

3 identicon

Bestu kveðjur til ykkar af Grænlandsleiðinni Ragga kom í gærkvöldi og er núna í sveitinni en svo förum við öll í útskrift á morgun hjá Elísabetu.

Stína. 

Stína (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 22:07

4 identicon

Kristófer ekki kyrr? En skrýtið!

Jóhanna (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband