Fyrsta útilegan:)

Við fórum í fyrstu útileguna okkar hérna í Danmörku um helginaGrin. Íslendingafélagið var með sína árlegu 17. júní hátíð og ákváðum við að skella okkurSmile. Við fórum þegar ég var búin í skólanum að versla, náðum í strákana, fórum heim og tókum okkur til og renndum svo að stað. Við fengum einstaka skúri þarna á föstudaginn, en ekkert að ráði. Það byrjaði að sjálfsögðu þegar við vorum ný sest niður að borða kvöldmat, þannig að borðinu var kippt inn í tjald og klárað að borða þar. Við drukkum smá bjór og rauðvín og ég fór að syngja (ásamt fleirum), rosalega gamanWhistling. Kormákur greyið var svo þreyttur, að þegar við héldum að hann væri að leika með hinum krökkunum, þá laumaðist hann inn í tjald og fór að sofaSleeping. Mér fannst nú smá skrítið að ég var ekki búin að sjá hann í smá tíma, þurfti aðeins inn í tjald og ætlaði svo að leita að honum. Þegar inn í tjald var komið sáum við skóna hans þar og finnum hann á kafi ofan í svefnpokanum í öllum fötunum (kl var um 21:40). Að sjálfsögðu þurfti ég endilega að láta hann koma út og pissa og fara í náttföt. Ég lánaði honum svo símann minn, þannig að hann þyrfti ekki að fara út úr tjaldinu ef honum vantaði eitthvað. Hvað hafði ég svo upp úr því, ekkert því að hann breytti öllu í símanum mínumErrm, ég fattaði ekki einu sinni þegar það var hringt í mig því að það var allt annar tónn. En hann sniðugur, fann sér eitthvað að gera því að ég reif hann út og að sjálfsögðu gat hann ekki sofnað strax afturCool. Kristófer var aftur á móti í fullu fjöri fram eftir með okkurSmile.

Á laugardaginn var ennþá skúrir og heldur meiri en á föstudaginn. Við fengum þó gott veður á meðan við fórum í smá skrúðgöngu og lékum okkur við krakkana í ýmsum leikjum. Þetta var eiginlega skemmtilegasti parturinn af útilegunniGrin. Þegar við fórum að borða íslensk lambalæri fór að rigna aftur, en það var stórt partýtjald þannig að þetta slapp. Við gátum keypt þarna hjá þeim íslenskt nammi (ég varð að fá mér lakkrísdraum), egils malt og appelsín, mmm við Kristófer fengum okkur malt með matnumGrin. Báðir strákarnir voru í fullu fjöri eitthvað frameftir, grilluðu sykurpúða reyndu að galdra servéttu í burtu, horfðum á varðeld ofl. Ég fór svo inn í tjald með strákana þar sem Kormákur var orðinn þreyttur aftur, spjölluðum aðeins og fórum svo að sofa. Jón var svo hress að hann kom ekki inn í tjald fyrr en einhver tíma  seintGrin.

Það rigndi svo í alla nótt og allan morgun, allt rennandi blautt þannig að við skildum tjaldið okkar eftir og náum í það þegar allt er orðið þurrtGrin. Þetta svæði var í einkaeigu og útilegan búin að vera þarna í 9 ár þannig að við treystum því alveg, og það voru nokkrir fleiri sem gerðu þetta líkaSmile. Eigandinn á svæðinu er orðin svo stór hluti af þessu líka og hlakkar þeim hjónum alltaf til að fá félagið þarna afturGrin.

Núna sitjum við svo heima þvoum þvott, bloggum, eldum, sofum og horfum á sjónvarp.

Knús og koss

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja eins og þú veist fórum við líka í útilegu. Okkar var þurr þar til í morgun svo við pökkuðum bara saman og keyrðum rútuna heim MJÖG þægilegt! Þingvellir alveg að gera sig.

Sakna ykkar, er að reyna að sjá skóladagatal fyrir næsta haust. Fer vonandi að birtast á netinu svo ég geti pantað ferð

Jóhanna (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 22:40

2 identicon

Gleðilegan Þjóðhátíðardag elskurnar. Það er bara gott veður hér heima, ENGIN rigning! ótrúlegt en satt. Pabbi og Halldór eru að vinna í pallinum og mamma og Árni eru á Draumó. Á meðan sit ég inni í stofu og sauma. Nennti ekki með Jóhönnu og Linu í skrúðgöngu. (var að reyna ná í ykkur á skype en þið svöruðuð ekki).

Ástarkveðja,

Valgerður og Halldór.

Valgerður og Halldór (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 14:37

3 identicon

Er mín strax farin að ryðga í Íslenskunni?

Einsi (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband