Meira afmæli:)

Jæja þá erum við hjónin búin að vera gift í 6 ár í dag, til hamingju við með þaðWizard. Við ætlum að reyna að eiga góðan dag, þrátt fyrir smá lærdóm hjá mérSmile.

Ekki má nú gleyma honum Óla, hann er nú orðin einu árinu eldri í dag líkaWizard. Til hamingju með daginn ÓliSmile.

Annars er helgin búin að fara eins og ég gerði ráð fyrir. Á föstudaginn var ég upp í skóla frá 8-13:30, kom þá heim, verslaði, biðum í 40 mín fyrir utan Bilka vegna þess að bíllinn vildi ekki í gang, svo hókus pókus og bíllinn fór í gangW00t. Startarinn er víst bilaður þar, þannig að Jón verður að fara á morgunn og fá nýjan startara. Jæja þegar við loksins komum heim var ákveðið að borða á makkanum. Svo sat ég fyrir framan tölvuna til kl 24:30 að læraSmile.

Í gær þá vöknuðum við í rólegheitunum og mín hélt að sjálfsögðu áfram að vinna fyrir framan tölvuna fram eftir kvöldi. En núna er líka prófið mitt að mestu tilbúið, þannig að ég þarf bara að lesa yfir það í dag og búa til power point sem ég tek með mér í prófiðGrin. Ég kvíði nú samt fyrir því að þurfa að tala um þetta, en það er ágætt að ég get haft punkta með mér, ef mér finnst ég vera að gleyma einhverjuGrin.

Jæja knús og koss

Bergþóra og co

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku dúllurnar okkar.

Innilegar hamingjuóskir með daginn.

Ég var einmitt að pæla hvað þið væruð búin að vera gift lengi, mundi það ekki alveg :/ Mér finnst svo stutt síðan, ótrúlegt hvað tíminn líður stundum hratt.

En vonandi að þið getið átt góðan dag í dag.

Halldór og Baddi eru að setja upp girðinguna núna þannig að vonandi ná þeir að klára allt í dag nema kannski að setja hliðið. Baddi ætlar víst að smíða það heima og koma svo með það. Það verður kannski næstu helgi. Svo fórum við í Byko í gær og keyptum ábreiðu yfir fína nýja grillið okkar þannig að nú er engin afsökun, nú verður bara að sækja grillið til mömmu og pabba og setja það saman og fara grilla á fullu! :)

Bestu kveðjur,

Valgerður og Halldór

p.s. sá að þú varst online á skype og reyndi að hringja en þú svaraðir ekki, ég verð með kveikt á því í dag, prófa kannski aftur í kvöld.

Valgerður og Halldór (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 12:57

2 identicon

Hæhæ :o)

Innilega til hamingju með brúðkaupsafmælið :o)

það er ekki að spyrja að því Bergþóra mín...þú stendur þig svo vel í skólanum...svo ferðu nú að komast í frí, er það ekki?

Knús frá okkur í sólinni Birna og Árni Fannar

Birna (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband