Þá er prófið loksins búið:)

Ég er svo til nýkomin út úr prófinu. Ég fékk 4 á skalanum hérna, en það er gefið 12, 10, 7, 4, 2, 0, -3, þannig að 4 er ca 6 eða 7 er ekki alveg viss, allavega ef maður fær 2 þá nær maður, þannig að 2 eru þá ca5. Ég var nú ekki alveg ánægð með þetta, en ég var bara svo stressuð og átti erfitt með að koma skilningi mínum yfir á dönskuCrying. Mér fannst rosalega erfitt að sitja fyrir framan tvo kennara, tala og tala og láta þá svo spyrja mig, en það var þar sem ég klikkaðiSick.

Jæja nóg um þetta bévitans próf, það er búið núna og á morgun kl:14 er ég komin í sumarfrí til 1.ágúst. Það sem af er vikunnar hef ég mest verið að læra og reyna að hugsa um strákana mína þrjáGrin. Strákarnir eru búnir að bíða spenntir eftir að við förum í Legoland, þannig að ef það er gott veður þá vitið þið hvar við verðum um helginaTounge.

Á föstudaginn förum við Kristófer í morgunkaffi hjá bekknum hans Kormáks, en það er orðin hefð fyrir því í bekknum svona síðasta skóladaginn fyrir frí, gaman að þvíGrin.

Æi vitið þið það að ég er bara tóm í dag, ég skrifa meira seinna.

Knús og koss

Bergþóra

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ohh.... ég var búin að gera brjálaða færslu til þín en svo ýtti ég á eitthvað og það fór allt saman, djö... jæja reyni að skrifa hana aftur það sem ég man.

En leiðinlegt að þú skyldir fá bara 6, en gott að þú náðir. Ég veit að þú hefðir viljað fá hærra en svona er þetta stundum, maður bara frýs gjörsamlega og veit ekki þennan heim né annan.

Ég og Halldór vorum að velta því fyrir okkur um daginn afhverju það væri gefið -3. Ég meina, ef þú færð 0 á prófi segir það ekki allt sem segja þarf? Þú kannt þá augljóslega ekki neitt. Ef maður fær -3 kann maður þá minna en ekki neitt? Er basically verið að segja þér að þú sért alveg nautheimskur? Bara smá pæling.

Ég öfunda þig að þú skulir vera fara í sumarfrí. Ég fer ekki í sumarfrí fyrr en 14. júlí (eða eftir kl. 16:30 föstudaginn 11. júlí) og Halldór ekki fyrr en 21. júlí (eða eftir kl. 16:30 föstudaginn 18. júlí eftir því hvernig maður lítur á það).

Svo byrja ég reyndar ekki aftur fyrr en 11. ágúst en Halldór byrjar 5. ágúst.

Það eru reyndar einhver börn að fara í sumarfrí hjá okkur í næstu viku þannig að þá verðum við ekki með 30 börn á deildinni, kannski svona 25-27. Svo fara fleiri í vikunni þar á eftir þannig að þetta fer minnkandi.

Jæja, held að þetta hafi nú verið allt og sumt sem ég var búin að skrifa. Við ætlum kannski í útilegu um helgina, lau-sun, ekki alveg 100% ákveðið.

Við heyrumst bara síðar.

Bið að heilsa öllum strákunum þínum, kysstu þá og knúsaðu frá mér:)

Bless bless :)

Valgerður

Valgerður (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 17:55

2 identicon

Hæ Elskan.

Gaman að þú sért búin að ná og til hamingju með það.

Við erum að fara á Hvammstanga um helgina að pakka niður hjá mömmu og fara nætu helgar í það. Ég er svo sorry að við getum ekki komið til ykkar, held bara að ég hafi ekki áttað mig á hvað við þurfum að gera mikið fyrir norðan og Einar kemst ekki í frí fyrr en um miðjan júlí.

Það hefði verið svo gaman að koma til ykkar en við komum bara seinna.

Jæja bið að heilsa ykkur öllum

Kveðja Ágústa og co.

Ágústa Björk Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband