Helgin liðin og....

Jón er ekki ánægður, hann greyið er sá eini sem er ekki kominn í fríFrown.

Jæja ég og strákarnir erum komin í sumarfríGrin. Við fórum á föstudaginn í morgunkaffið hjá Kormáki og var það bara notalegt, og strákarnir hlupu um allt ásamt öðrum krökkum þarnaGrin. Kennaranum var gefin pakki, því að hún var að fara á eftirlaun og krakkarnir bjuggu til risakort með mynd af þeim öllum, hún var voða ánægð með þettaSmile. Ég fór með Kristófer á leikskólann og svo var stefnan tekin heim. Þar beið mín skemmtilegt verkefni, en það var að taka aðeins til í skápum og pakka niður litlum fötum og henda ónýtumWink. Ég náði nú samt ekki að klára alla skápa, en það verður gert í vikunni, ásamt því að læra aðeinsSmile.

Við spiluðum Hættuspilið á föstudagskvöldið, Jón Óskar var tapsár, Kormáki gekk ágætlega, en ég VANNNNNNNNN, heheheheheLoL.

Í gær fórum við í Legoland, vorum nú reyndar ekki mjög lengi, en gaman var það. Kormákur að sjálfsögðu brjálaður í rússíbönum alveg sama hvað þeir heita eða hvernig þeir faraGrin. Kristófer er aftur á móti meira fyrir rólegri tækin, en við tókum hann samt með okkur í vatnsrússíbanann og drekinn er nú alltaf vinsæll (lítill rússíbani)Grin. Ég ætla svo að kíkja með strákana á þriðjudag eða miðvikudag aftur og þá verða sundfötin tekin með og sullað pínu (eða kannski bara helling)Tounge.

Í gærkvöldi var horft á mynd, borðað nammi og popp, svaka kósyTounge.

Sunnudagur: Farið var í hjólatúr niður í bæ. Strákarnir stóðu sig eins og hetjur í brekkunum (kemur allt með kalda vatninu), þannig að flest allt gekk mjög vel fyrir sig. Þeir voru nú ekki alveg ánægðir með að þurfa að hjóla í miðri umferð, en það gekkSmile (og mamma bara lítið taugaveikluðCrying). Keyptur var ís handa litlu og stóra stráknum, en mamma lét sér duga cafelatteWink.

Jæja ég er hætt í bili.

Knús og koss

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ!

Bara að segja ykkur að Ingimundur lærði að hjóla í dag. Erum búin að hjóla í Lágafellslaug, til Magnúsar og up á Drauma í dag. Hver haldið þið að verði með aumann rass á morgun?

Kveðja Jóhanna

Jóhanna (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband