1.7.2008 | 13:44
Sumarfrí
Ingimundur töffari, bara búinn að læra að hjóla, alveg frábært hjá þér, það er svo miklu skemmtilegra að hjóla án hjálparadekkja
. Passaðu þig að gera ekki alveg út af við rassinn á mömmu þinni,hehehe
. En rassinn venst því að hjóla, trúðu mér Jóhanna,hihihi
.
Ég er búin að vera í fríi í tvo daga með strákunum. Í gær fórum við í hjólatúr niður á leikskóla, þar sem ég ákvað að gefa þeim útiföt sem voru orðin frekar léleg (svona aukaföt). Við komum svo við í Netto til þess að kaupa kjötbollur, Kristófer pantaði nefnilega kjötbollur með hrísgrjónum og karrýsósu. Þá sagði pabbi hans "já, segðu mömmu að það sé upplagt í hádegismat", hehe, gott hjá honum, þar sem hann er nú ALLS EKKI hrifinn af karrý.
Við neyddumst svo til að fara á rúntinn upp í Give, þar sem nágrannakona Óla og Ástu hélt að það væri búið að brjótast inn (þau eru í Búlgaríu, en ég með lykil.), en sem betur fer var það ekki svo.
Eftir að heim var komið fórum við í annan stuttan hjólatúr, ég get sagt ykkur það að ég var ekki vinsæl mamma. En þetta hafðist allt saman og slöppuðum við svo bara af þegar við komum heim.
Í morgunn byrjaði ég á því að taka til (er að taka alla skápa í gegn), á meðan strákarnir voru að púsla og mála. Kíktum aðeins í bæinn og svo er bara að klára eldhúsið, púff
. Við erum nefnilega að fara í Legoland aftur á morgun, mikil tilhlökkun hér á bæ
. Ég aftur á móti skil ekki alveg að börn fái ekki leið á þessu, en þeim finnst þetta gaman og þá er ég til í að vera þarna á hverjum degi
.
Knús og koss
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:47 | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gunnlaugur er nú nýbúinn að læra að hjóla og honum finnst það æði!!!!!!!!!!hann er líka á hverjum degi úti á hjólinu. Flesta daga neyðist ég til að fara með honum nema um helgar þá fer pabbi með hann. En mamma fær ekki nýju tennurnar fyrr en í ágúst að öllum líkindum.
Kv.Ragnheiður S
Ragnheiður S (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.