Sumarfrí

Ingimundur töffariCool, bara búinn að læra að hjóla, alveg frábært hjá þér, það er svo miklu skemmtilegra að hjóla án hjálparadekkjaGrin. Passaðu þig að gera ekki alveg út af við rassinn á mömmu þinni,heheheLoL. En rassinn venst því að hjóla, trúðu mér Jóhanna,hihihiSmile.

Ég er búin að vera í fríi í tvo daga með strákunum. Í gær fórum við í hjólatúr niður á leikskóla, þar sem ég ákvað að gefa þeim útiföt sem voru orðin frekar léleg (svona aukaföt). Við komum svo við í Netto til þess að kaupa kjötbollur, Kristófer pantaði nefnilega kjötbollur með hrísgrjónum og karrýsósu. Þá sagði pabbi hans "já, segðu mömmu að það sé upplagt í hádegismat", hehe, gott hjá honum, þar sem hann er nú ALLS EKKI hrifinn af karrýTounge.

Við neyddumst svo til að fara á rúntinn upp í Give, þar sem nágrannakona Óla og Ástu hélt að það væri búið að brjótast inn (þau eru í Búlgaríu, en ég með lykil.), en sem betur fer var það ekki svo.

Eftir að heim var komið fórum við í annan stuttan hjólatúr, ég get sagt ykkur það að ég var ekki vinsæl mammaGrin. En þetta hafðist allt saman og slöppuðum við svo bara af þegar við komum heim.

Í morgunn byrjaði ég á því að taka til (er að taka alla skápa í gegn), á meðan strákarnir voru að púsla og málaGrin. Kíktum aðeins í bæinn og svo er bara að klára eldhúsið, púffWoundering. Við erum nefnilega að fara í Legoland aftur á morgun, mikil tilhlökkun hér á bæWink. Ég aftur á móti skil ekki alveg að börn fái ekki leið á þessu, en þeim finnst þetta gaman og þá er ég til í að vera þarna á hverjum degiGrin.

Knús og koss

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gunnlaugur er nú nýbúinn að læra að hjóla og honum finnst það æði!!!!!!!!!!hann er líka á hverjum degi úti á hjólinu. Flesta daga neyðist ég til að fara með honum nema um helgar þá fer pabbi með hann. En mamma fær ekki nýju tennurnar fyrr en í ágúst  að öllum líkindum.

Kv.Ragnheiður S

Ragnheiður S (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband