7.7.2008 | 15:51
Brjálað að gera:)
Elsku Valgerður og Halldór innilega til hamingju með 1 árs brúðkaupsafmælið, þetta er ekkert smá fljótt að líða, mér finnst ég vera nýbúin í brúðkaupinu ykkar. 1000 kossar og knús.
Jæja það er nú ágætlega mikið búið að gerast hjá okkur síðustu daga, byrjum á fimmtudeginum: Ég og strákarnir vorum heima að taka til, versla, þrífa bílinn, púsla ofl á meðan við biðum eftir Kristínu, Kalla og co. Þau eru með hús i Holdbæk (bær ekkert svo langt frá Köben) og kíktu til okkar. Við þurftum nú að fara út og finna þau, þar sem þetta fína Garmin leiðsögutæki sendi þau bara einhverja vitleysu (það gerir nú TomTom ekki)hehehe. Jæja Kristín hringir og segir jæja núna erum við vilt, ég var ekki alveg 100% viss um hvar þau væru þannig að ég segi strákunum að við verðum að fara út og leita að þeim. Ég hef nú bara aldrei séð strákana svona fljóta út í bíl "Kormákur drífðu þig, Þau eru tínd, við verðum að finna þau", sagði Kristófer, en ég fann þau nú fljótlega. Jæja við komumst nú heim og fórum í það að elda kjúkling í kóki (algjört nammi). Að sjálfsögðu kjöftuðum við svo bara fram eftir kvöldi.
Föstudagur- Við röltum bara niður í bæ, kíktum í búðir, og fengum okkur ís. Ég og Kristín tókum þátt í einhverri könnun um áleggsumbúðir og fengu allir fría drykki á meðan þau biðu eftir okkur, við fengum svo að eiga spægipylsu, Kormáki fannst það nú ekki leiðinlegt
. Það var að sjálfsögðu grillað í góða veðrinu, fengum okkur bjór og rauðvín og svitnuðum eins og svín í þessum 30 stiga hita sem var úti, úfffff, bara heitt. Krakkarnir spiluðu Hættuspilið og Monopoly, horfðu á mynd, borðuðu nammi og snakk, svakalega góð saman öll og skemmtu sér vel
.
Laugardagur- Vöknuðum í róleg heitunum, Kristófer fyrstur og skildi ekkert í þessum svefn á liðinu "mamma getum við ekki bara vakið þau", hehe. Kristófer var alveg yfir sig hrifinn af Maríu og vildi bara vera hjá henni (stundum var hún nú svolítið þreytt greyið, en hann var mjög duglegur að hlusta á hana), honum fannst nú ekki leiðinlegt heldur að Kalli slóst við hann, ég hélt að barnið myndi míga á sig úr hlátri. Eftir slagsmál, morgunmat og nestistiltekt var haldið í Löveparken. En við fundum nú samt út að heita vantið var farið,hmmmm og kom það ekki á aftur fyrr en um hádegi á sunnudag. Þar eyddum við deginum í bongó blíðu, skoðuðum dýrin, lékum okkur og skemmtum okkur konunglega. Kristófer sagði þarna nokkrum sinnum "þarna var ég með leikskólanum mínum" eða "þegar ég var hérna með leikskólanum mínum þá...." og svo heyrðist "mamma, það er nú gaman að hafa svona gesti"
. Eftir að við komum heim fóru einhverjir í kalda sturtu og guð minn góður hvað hún var köld, ég saup hveljur
.
Sunnudagur- Vöknuðum snemma og fengum okkur morgunmat. Kristín og co þurftu að vera komin til Köben upp úr hádegi til að ná í foreldra Kalla, en þau ætla að vera með þeim í viku. Kristófer slóst nú einu sinni en við Kalla og Kormákur slóst í hópinn, svaka fjör. Þá var bara litla fjölskyldan eftir í kotinu. Við fórum ekki út fyrir hússins dyr allan daginn, ég og Kormákur vorum á náttfötunum allan daginn, en Jón og Kristófer fóru nú í föt. Jón horfði á formúluna, ég og strákarnir horfðum á mynd og svo var bara sofið ef við vorum þreytt osfrv. Við spiluðum nú monopoly svona til að gera eitthvað annað en að vera í leti, Kormákur vann og fannst það nú ekki leiðinlegt, mér til mikillar armæðu þar sem ég var nú búin að lýsa því yfir að ég ætlaði að mala þá alla
.
Mánudagur- vaknað seint, farið í sund, versla og heim, ekkert annað. Þrumur og eldingar úti og rigning
.
Jæja nenni ekki meira núna.
Knús og koss
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.