Vika síðan síðast.

Tíminn líður hratt, á gervi hnatta öld...... nei, nei bara smá djók. Það er nú ekki mikið búið að gerast hjá okkur þessa vikuna. Ég fór í sund á mánudag með strákunum og skemmtum við okkur mjög vel í rennibrautinni og að leika að ýmsu dóti sem var þarna í sundlauginniSmile.

Á föstudag buðum við Rögnu og co frá Silkeborg til okkar í mat og gæddum við okkur á síðasta íslenska lambalærinu okkar, mmmm það var náttúrulega bara algjört æði og í eftirrétt fengum við okkur frost og funa, sem er ís með marengs ofan á, þetta kom nú bara á óvart og smakkaðist alveg hreint frábærlega. Takk fyrir komuna og heimalöguðu sultuna, þetta var rosalega gaman.

Kristín, Kalli, börn og foreldrar hans komu svo til okkar í gær aftur. Við vorum hérna tilbúin með heit rúnstykki, vínarbrauð og fleira í morgunmat þegar þau komu. Við skelltum okkur svo í Legoland þar sem við fengum rigningu og sól til skiptis. Börn og fullorðir skemmtu sér allir mjög vel í tækjum og skoðunarferðum í búðum, útsýnisturni ofl. Þegar heim var komið eftir mjög langan dag í Legolandi (8 tíma) grilluðum við okkur kjúkling, fengum okkur rauðvín og bjór með og kjöftuðum aðeins meira. Þau héldu svo aftur yfir á sjáland, en þau eru að fara heim til Íslands á morgunSmile.

Jæja það er nú ekki meira að segja í bili, við erum að fara í Madsbyparken að leika okkur í smá stund eða langa stund kemur í ljós.

Knús og kossar

Bergþóra og co.

P.s munið að kvitta í gestabókina eða við færslurnar. Það eru komnar inn einhverjar nýjar myndir í Júlí albúmið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ og takk aftur fyrir okkur þetta var rosa góður matur og rosa gaman eins og alltaf :0) Bjarni Harald svaf til 9 í gærmorgun :) já það tekur á að fara í matarboð TÍHÍ HÍ  kær kveðja frá SILKEBORG

Ragna S. Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 11:12

2 identicon

sko mér finnst að krakkarnir ættu ekki að drekka 9 ára :D :Þ Bara flipp í mér híhíhí sjáumst

Árni Bró (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband