15.7.2008 | 08:40
Pínu pons!
Eins og ég sagði í síðustu færslu þá vorum við á leiðinni í Madsbyparken í Fredericia, en á leið okkar þangað rákumst við á annan spennandi stað. Það var Trelde næs, strandlengja þar sem hægt er að labba um, leika sér í sjónum, og skoða skóginn í kring. Það gerðum við og nutum þess bara að vera úti, labba á tánum í sandinum og svona og borða nesti. Strákarnir voru ekki alveg sáttir þegar við fórum heim og hefðu alveg vilja vera lengur, en þar sem frúin á heimilinu neyddist til þess að afþýða ísskápinn var það ekki hægt
.
Annars bíða allir spenntir hér að fá heimsókn á fimmtudag, en það eru Árni Þór(Bróðir), Gyða(systir Jóns), Beggi og Bergsteinn, okkur finnst nú voða heppilegt að þau koma öll með sama fluginu, því þá er bara ein ferð út á flugvöll (reyndar ekki langt að fara, þar sem þau fljúga á Billund). Árni verður hjá okkur í rúmlega 2 vikur, en Gyða og co verða í viku. Kristófer bað afa sinn að smíða fyrir sig sverð sem Árni átti að koma með, og hann er mjög spenntur yfir því. Kormákur vildi fá hníf og vonandi hefur afi náð að klára hann líka
. Ég fæ sent Cheerios og Lucky Charms, alltaf að nota ferðirnar, en samt verður maður að passa sig, ég gæti beðið um endalaust af einhverjum vörum sem maður saknar
. En er það ekki bara hluti af því að búa annarsstaðar og þeim mun betra er þetta þegar við komum til Íslands
.
Jæja hef svo sem ekkert að segja, langaði bara að bulla smá.
Knús og koss
Bergþóra og co
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.