15.7.2008 | 09:02
Ég rakst á þetta á heimasíðunni hjá Guggu og....
ákvað að stela þessu. Mér finnst nefnilega að stundum eigi maður að hugsa meira um það að leifa börnum að vera börn í stað þess að leiðrétta allt sem þau gera og segja. En að sjálfsögðu þurfum við að hafa takmörk líka. Ég veit bara hvað það er mikilvægt að fá að vera barn og foreldrar elski mann skilyrðislaust, þetta lærði ég af mömmu og pabba og ég færi þetta á mín börn, sem ég elska meira en allt annað
.
Í dag...
ætla ég að brosa til þín þegar augu okkar mætast...
og hlæja þegar mig langar frekar til að gráta...
ætla ég að leyfa þér að vakna mjúklega, vafin inn í sængina þína og halda á þér í fanginu þar til að þú ert tilbúinn fyrir nýjan dag...
ætla ég að leyfa þér að velja hvaða föt þú ferð í, brosa og hrósa þér fyrir ,,fullkomna" litasamsetningu...
ætla ég að gleyma óhreina tauinu og fara frekar með þér út á leikvöll...
ætla ég að geyma óhreinu diskana í vaskinum og hjálpa þér að púsla nýja púsluspilið þitt...
ætla ég að slökkva á símanum og tölvunni og fara með þér út og blása sápukúlur...
ætla ég að bjóða þér upp á ís í innkaupaferðinni í stað þess að byrsta mig um leið og þú ferð að suða um hann...
ætla ég ekki að hafa áhyggjur af því hvað þú ætlar að verða þegar þú verður stór...
ætla ég ekki að hafa bakþanka um allar ákvarðanir sem ég tek í uppeldinu og fyrir þína hönd...
ætla ég að leyfa þér að baka með mér bollur og ekki hnoða þær allar aftur þegar þú sérð ekki til...
Í kvöld...
ætla ég að halda á þér í fanginu og segja þér frá deginum þegar þú fæddist og hvers vegna mér þykir svona vænt um þig...
ætla ég að leyfa þér að busla og skvetta í baðinu og ekki verða reið út af vatninu á gólfinu...
ætla ég að leyfa þér að vaka lengi og skoða stjörnurnar á himninum...
ætla ég að kúra hjá þér eins lengi og þú vilt, þó að ég missi þá af uppáhaldsþættinum mínum...
ætla ég að dást að þér og vera þakklát fyrir að eiga gersemi eins og þig...
ég er svo heppin að eiga þig og bið ekki um neitt... nema annan dag með þér...
Smá væmni í gangi, en það er nú líka allt í lagi svona inn á milli. Jæja farin að hjóla á pósthúsið.
Knús og koss
Bergþóra
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bloggvinir
Eldri færslur
- Október 2010
- September 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
244 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.