Sending að heiman:)

Maður verður sko ekki fyrir vonbrigðum með gestina sem koma til okkarSmile. Við fengum Árna Þór, Gyðu, Begga og Bergstein til okkar í nótt, þau lentu kl.5 í morgun. Jón Óskar fékk heiðurinn af því að vakna kl 4 og ná í þau, á meðan svaf ég og Jón hringdi svo þegar þau voru á leiðinni heim og ég tók til morgunmat. Allir komu með eitthvað handa okkur, Gyða og co komu með Cheerios og Lucky CharmsGrin, takk æðislega fyrir þaðSmile. Mamma og pabbi sendu okkur alveg helling, flatkökur, hangikjöt, skonsur, SSpylsur, piparsósu, sverð handa Kristófer "vá mamma, sjáðu hvað þetta er flott" og svo fengum við hjónin eina óvænta gjöf og mig er nú búið að langa lengi í þettaGrin. Elsku mamma og pabbi takk alveg æðislega fyrir okkur, það var mikil hamingja hér á bæKissing. Flestir reyndu svo að leggja sig, en Jón fór að horfa á sjónvarpið, enda vanur að vakna snemmaSmile. Ég gafst upp eftir klst, Árni Þór stuttu seinna og svo Beggi. Þannig að ég fór snemma að klára innkaupin sem ég ætlaði að gera í gær, Beggi fékk smá sightseen út úr því, þar sem ekki var búið að opna búðina þegar við komumGrin. Strákarnir himinlifandi að Árni var með þeim heimaSmile.

Ég og strákarnir fórum á flakk í gær með Rúnu, Karen Rós og Emmu Silju. Meðal annars var farið á göngugötuna að kaupa föt á liðið, Den gammel by í Aarhus, þar var labbað um og öll gömlu húsin skoðuð, farið í hestvagnaferð og keyptar kökur í bakaríi frá 1700 og súrkálGrin. Gaman að segja frá því að þetta líkist svolítið Árbæjarsafninu og þangað hef ég aldrei farið, þrátt fyrir að hafa búið í Reykjavík i 20 ár, alltaf svo menningarlegBlush. Þaðan var farið í Ikea, ég keypti mér fleiri glös og maðurinn minn leit bara á mig eins og ég væri gjörsamlega búin að missa vitiðW00t, honum finnst við nefnilega eiga nóg af glösum og ég skil það ekkiWhistling. Eftir Ikea fórum við í Bilka og þaðan og heim. Við vorum komin heim um kl 22:30 í gærkvöldi, eftir langan og skemmtilegan dag. En einu sinni komst ég að því hvað gps tækið getur sparað mikinn tíma, Rúna greyið var að elta mig og svo þegar við áttum að beygja út af, var brjálað að gera hjá henni og hún missti af mér, þannig að ég beygði út af og hún hélt áframFrown. En með hjálp tækisins var ég ekki lengi að finna hana aftur og koma okkur á réttan staðTounge.

Jæja elskurnar, ég vona að gestirnir mínir séu að fara að vakna þannig að við getum gert eitthvað. Jón Óskar er loksins komin í sumarfrí og nú á bara að njóta þess að vera í fríi og gera eitthvað skemmtilegtGrin.

Knús og koss

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband