Megnið af gestunum eru farnir heim.

Hæ! Eins og ég var búin að segja komu Gyða, Beggi, Bergsteinn og Árni Þór til okkar á fimmtudaginn í síðustu viku. Jón fór út á flugvöll að ná í þau á meðan ég svaf aðeins lengur og tók svo til morgunmat fyrir þauGrin. Þau vildu nú aðeins leggja sig (bara búin að vaka í sólahring), ég skildi það nú ekki, ennnnn. Seinni partinn kíktum við aðeins á göngugötuna og í Bryggen, fengum okkur ís og gamanSmile.

Föstudaginn fórum við til Þýskalands, þar sem við náðum okkur í bjór, rauðvín, gos, nammi, föt oflGrin

Laugardeginum var eitt í Kolding Stor Center, þar sem fleiri peningum var eytt.

Stefnan var tekinn á Legoland á sunnudeginum. þar var rigning á köflum, en við skemmtum okkur alveg konunglega þrát  fyrir það. Það var lítið að gera og gátum við bara farið í hvert tækið á eftir öðru og skoðað allt velGrin. Þegar heim var komið tókum við okkur til og fórum út að borða á Jensens Böfhus, algjört æðiGrin.

Allir fengu að sofa út á mánudeginum og nýttu unglingarnir sér það heldur beturSleeping, við Gyða ákváðum reyndar kl 14 að nóg væri komið og vöktum þáWhistling. Þá kíktum við á Himmelbjerget, fengum með okkur nesti og löbbuðum aðeins þar um. Mér fannst þetta nú rosalega flott, en voða ómerkilegt líka miðað við hvað ég hafði ímyndað mérBlush.

Nú kemur aðalsagan, sitjið þið ekki örugglega, þetta er voða spennandi, hehehe. Við fórum í Djurs sommerland, þetta er einn af vinsælustu skemmtigörðum Danmerkur, þar er td stærsti rússíbaninn og ég sagði við Jón "ég fer ekki í þetta, sjáðu hvað hann fer hátt" (32metra upp í loftið), "jájá, þú kemur nú samt" sagði maðurinn minn. Og viti menn ég lét mig hafa það að fara í hann, ég hélt hreinlega að ég mundi deyja þegar við vorum að dragast upp. En vá hvað mér fannst þetta gaman, enda fór ég líka aftur rétt áður en við fórum heimLoL. En ekki nóg með þetta, ég fór í Örninn líka, en í honum dregst maður upp í 20 metra hæð, snýst þar (mjög hratt að mér fannst) og svo dettur hann niður til hliðanna 4 sinnum á meðan. GUÐ MINN GÓÐUR HVAÐ ÉG VAR HRÆDD, ég get sagt ykkur það að ég öskraði svo hátt að ég var aum í hálsinum, ÉG FER ALDREI Í HANN AFTUR, þetta var nóg fyrir migCrying. Jæja eftir öll ævintýrin þarna fóru Gyða og co að borða, en við hin keyrðum heim og fengum okkur SS pylsur og Myllu pylsubrauð og SS pylsusinnep(Árni Þór tók þetta með sér), mmm algjört nammiTounge.

Afslöppun var í fyrirrúmi á miðvikudaginn, enda allir búnir á því eftir vikuna, en gaman var þetta allt. Takk fyrir komuna Gyða, Beggi og Bergsteinn þetta var alveg frábær vikaGrin.

Jæja ég sit inn myndir (þá fáið þið að sjá hvað ég var hrædd í Erninum) og skrifa meira vonandi bara á morgun eða hinn.

Knús og koss

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband