Myndir

Þá er ég búin að setja fleiri myndir í júlí 2008 albúmiðSmile.

Við fórum á ströndina í dag til að slappa af, veiða krabba og krossfiska, leika í sjónum og liggja í sólbaði. Árni Þór lá mest allan tíman og brann ekki neitt, ég lá í smátíma og brann helling á bakinu (var samt með sólarvörn), var nú ekki ánægð með þetta, þar sem mitt plan var að vera dugleg að bera á mig og verða bara brún en ekki RAUÐBlush.

Eftir ströndina náðum við í Kormák sem var búin að vera að leika hjá vini sínum og fórum heim. Ég og Jón ætluðum að setjast út á svalir og fá okkur bjór, en við fórum fljótlega inn, þar sem hitinn var svo mikill að við gátum ekki meirCool.

Jón Óskar og Árni Þór eru nú á tónleikum með Iron Maiden, það er nú búin að vera mikill spenningur með það og Árni hefur talið niður dagana, þannig að hann var mjög ánægður að fara LOKSINS á þá. Ég fór nú með strákana á videoleiguna og þeir tóku sér eina mynd og ég eina konumynd handa mérGrin. Aldrei þessu vant vildu þeir ekki horfa með mér heldur bara inn í herbergiWink, þannig að ég sit þá bara og blogga eitthvað bull í staðinnGrin.

Jæja elskurnar

knús og koss frá okkur í hitanum (33 gráður á mælinum okkar í dag)

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband