Lítið að gerast hér á bæ!

Það er bara ekkert um að vera hjá okkur þessa dagana, lífinu er bara tekið með ró. Við erum búin að fara í Horsens og skoða göngugötuna þar, mjög fínt en okkur tókst ekki að eyða neinum pening þar (það er nú kanski bara ágætt). Ég, Árni, Kormákur og Kristófer fórum í hjólaferð niður í Nettó og á pósthúsið, þetta var nú ekki löng ferð en Árni Þór er þá búin að prófa að hjóla í DanmörkuSmile.

Við fórum upp í Give í dag til að tékka á húsinu hjá Óla og Ástu, það var nú ekkert mikið að þar, ennnnnTounge. Þar sáum við að Give festival var í gangi, þangað kíktum við að sjálfsögðu (látum okkur ekki vanta á einhverja skemmtunWink). Við byrjuðum á einhverju tjaldi, en þar voru 4 strákar að spila þungarokk, það var nú fínt þangað til að drengurinn fór að syngja, GUÐ MINN GÓÐUR, við litum á hvert annað og löbbuðum útLoL. Jæja við fórum þá fyrir framan sviðið og GUÐ MINN GÓÐUR ekki tók skárra við. Við vorum þarna í klst og okkur fanst þetta allt í lagi, en ekki meira en þaðGrin.

Við fengum sms í síman í dag um það að búið væri að fresta fluginu hjá strákunum þangað til 7:15 (á dönskum tíma) í fyrramálið, þeir greyin voru nú ekkert alltof hressir með þaðErrm, en hvað er svo sem hægt að gera. Þannig að við eiðum núna síðasta kvöldinu í róleg heitunum hérna heima.

Meiri fréttir síðar

Knús og koss

Bergþóra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband