Kormákur er farinn til Íslands.....

og það var ekki auðvelt að halda aftur að tárunum á Billund flugvelliCrying. Mér tókst það nú samt og var það svolítið Kormáki að þakka, hann heyrði á mér að ég var MJÖG nálægt því að gráta og sagði "MAMMA, þú lofaðir að reyna að gráta ekki á flugvellinum", "já sagði ég, það er rétt", svo gat ég ekki annað og hlegiðGrin. Ég huggaði mig líka við það að Árni bróðir var með honum, þannig að ég vissi að ekki yrði leiðinlegt hjá þeim. Við hin fórum svo heim og reyndum að sofa eitthvað, ég var alltaf að vakna, en var nú samt í rúminu til 9Smile.

Mamma hringdi í mig þegar þau voru komin út í bíl og var Kormákur bara hæst ánægður að vera kominn til Íslands, hann ætlaði að fara í heitt bað eða heita pottinn þegar hann kæmi í MosfellsbæinnGrin (um að gera að nýta það sem hann hefur ekki hér). Ég spurði hann nú aðeins út í flugið, hann spilaði í tölvu og Árni Þór svaf hálfa leiðinaTounge. Þeir fengu sér aðeins að borða og voru svo heppnir að Sigrún systir Halldórs var að vinna, takk fyrir drengina SigrúnGrin.

Kristófer vantar hjálp í tölvunni og vill að við náum í Kormák til Íslands, en það gengur víst ekki alvegGrin.

Stefnan hjá okkur í dag er að hjóla niður í Netto, kaupa egg og fara svo heim að baka GulrótarkökuGrin.

Knús og koss

Bergþóra og co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ    já fannst þér ekki skrítið að senda hann einann ÚFF mér er búið að finnast svo skrítið að hafa Margréti ekki heima  en nú kemur hún jú heim á morgun (mánudag) :) og með fullt af gestum með sér svo það verður fjör á bænum :)     voruð þið að spá í að koma á REGATTA FEST hjá okkur þann 16? þið eruð meira en velkomin en við verðum samt með gesti frá íslandi en það er nóg pláss :)    verðum í bandi kær kveðja frá SILKEBORG

Ragna Haraldsdóttir (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 13:38

2 identicon

Hæhæ Bergþóra mín

Jiii hvað ég skil þig vel...þetta er örugglega hrikalega erfitt...en ég tel þig nú sterka að hafa haldið aftur tárunum

Æðislegar nýju myndirnar, það er svo gaman að geta fylgst með ykkur...hafið það ossabossa gott!

Knús og kram Birna Sólveig

Birna (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 22:44

3 identicon

Stálum Kormáki í gær og fórum í bíó. KungFu Panda var það og skemmtu sér allir vel. Aðalheiður var bara pínu hrædd við vonda gaurinn :-) Æðislegt að sjá strákinn þinn og Ingimundur fékk að sofa með honum hjá ömmu og afa og fara í heita pottinn með þeim.

Kveðja Jóhanna

Jóhanna (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband